Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/9069
Opið land, staða Íslands í samfélagi þjóðanna, eftir Eirík Bergmann Einarsson kom út á vegum bókaforlagsins Skruddu á vormánuðum 2007. Eiríkur er forstöðumaður Evrópufræðaseturs á Bifröst og dósent í stjórnmálafræði við félagsvísindadeild skólans. Hann hefur í á annan áratug fjallað um Evrópumál – og ekki síður þjóðmál – á opinberum vettvangi, sem pistlahöfundur í dagblöðum og tímaritum, sem álitsgjafi í fréttum, sem talsmaður Evrópusambandsins á Íslandi, (en Eiríkur er einn fárra Íslendinga sem hafa starfað fyrir það), svo og bæði sem stjórnmálamaður (Eiríkur var varaþingmaður Samfylkingarinnar kjörtímabilið 2003 – 2007) og sem fræðimaður. Opið land er fjórða bók höfundar, en fyrri bækur eru Ísland í Evrópu, Evrópuúttekt Samfylkingarinnar 2001, sem Eiríkur ritstýrði, Evrópusamruninn og Ísland, sem kom út á vegum Háskólaútgáfunnar 2003 og Glapræði, sem er skáldsaga og kom út á vegum áðurnefndrar Skruddu 2005.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
c.2007.3.1.3.pdf | 23.97 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |