is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9074

Titill: 
 • Lesandi er landkönnuður : barnabækur í kennslu á miðstigi
 • Titill er á ensku A reader is an explorer : using children‘s literature as a teaching material for middle school
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið ritgerðarinnar er að skoða hvort og hvernig hægt sé að nota barnabókmenntir í tengslum við íslenskukennslu á miðstigi. Tilgangurinn er tvíþættur, annars vegar að nýta í kennslu þann fjársjóð sem við eigum í barnabókum íslenskra höfunda og um leið að freista þess að efla almennt lestur hjá þessum aldurshópi. Litið er í Aðalnámskrá grunnskóla til að skoða hvaða kröfur eru settar þar fram um íslenskukennslu á miðstigi og hver séu markmið skólastarfs. Til að komast að því hvernig er hentugast að setja fram námsefnið verða skoðaðar kenningar um börn og hvernig þau læra. Á miðstigi eru börn á aldrinum 9-13 ára og samkvæmt kenningum Piagets eru þau á þessum aldri stödd á skilum þroskastiga á leið frá hlutbundinni hugsun til óhlutbundinnar. Þar af leiðandi getur verið um að ræða mjög breitt bil í þroska og því skiptir máli að hafa gott úrval námsefnis í boði sem hentar hverjum og einum.
  Fjallað er um hvað felst í orðinu barnabókmenntir og skoðaðar skilgreiningar á hugtakinu. Þá er litið yfir sögu barnabóka á Íslandi með hliðsjón af nágrannalöndum og síðan farið í umræður um tilgang barnabókmennta, hvort þeim sé almennt ætlað að vera fræðandi, séu notaðar til að innræta eða til afþreyingar og skemmtunar og hvort mögulegt sé að sameina allt þetta.
  Í seinni hlutanum eru teknar til skoðunar sex barnabækur eftir íslenska höfunda sem henta nemendum á miðstigi. Þar er litið á einn fantasíuþríleik og þrjár bækur sem tilheyra raunsæisbókmenntum. Bækurnar eru skoðaðar út frá sjónarhorni bókmennta- og kennslufræða. Hverri bók fylgir umfjöllun um höfund, söguþráður bókar og hugmyndir um kennslunálgun. Í lokin er kafli um kennslunálgun sem kallast Bókaklúbbar og byggir meðal annars á hugmyndum Vygotsky.

 • Útdráttur er á ensku

  The object of this thesis is to explore the possibilities of using children's literature in relation to teaching the Icelandic language as a mother tongue in Middle School (9-13 year olds). The purpose is twofold. Firstly, to make use of the abundant treasure available in Icelandic children's literature and secondly to attempt to promote reading within this age group. The Icelandic National Curriculum is examined to see which requirements are set out for teaching Icelandic to Middle School age groups and the general objectives of schooling in Iceland.
  To find out the best ways of promoting the teaching material, theories about children and how they learn are examined. According to Piaget, children at this age are at the developmental threshold of an object-orientated way of thinking to the abstract. As a result, the students may be at very different levels of development and it is therefore important to provide a wide range of teaching material and teaching methods to suit each individual.
  The term children´s literature is discussed and different definitions reviewed. An overview of the history of children´s books in Iceland is given, with regard to neighboring countries. The purpose of children´s literature is then discussed; whether it is generally intended to be educational, if it is used to promote certain standards, to entertain or amuse – or if it may be even be possible to combine all of these factors in the same book.
  In the latter part six children´s books by Icelandic authors, suitable to the Middle school age group, are examined: a fantasy trilogy and three books belonging to the realist literature genre. The books are looked at from the perspective of literature and education. For each book there is information on the author, the storyline of the book and ideas for teaching approaches. In the end is a suggestion of Book clubs to use in the classroom, built on Vygotsky theories.

Samþykkt: 
 • 8.6.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/9074


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lesandi_er_landkonnudur_Marta_Magnadottir.pdf757.41 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna