Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/9076
Hvers vegna er maður á besta aldri og í fullu fjöri að gefa út æviminningar sínar? Við þessari spurningu er auðvitað ekkert einhlítt svar. Guðni Ágústsson er landsþekktur og litríkur persónuleiki og því líklegt að minningar hans njóti vinsælda. Hitt skiptir þó meira máli að Guðni er nýtekinn við sem formaður Framsóknarflokksins og er bókinni augljóslega ætlað að dýpka skilning þjóðarinnar á formanni elsta stjórnmálaflokks þjóðarinnar, hvað hann stendur fyrir og hvaðan hann kemur. Síðast en ekki síst er bókinni ætlað að varpa ljósi á nokkur deilumál sem mikilvægt er fyrir Guðna að slá striki undir og gera grein fyrir hlut sínum í þeim. Þessi mál eru stuðningur Íslands við innrás Bandaríkjanna í Írak, fjölmiðlamálið og brotthvarf Halldórs Ásgrímssonar úr embætti forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins. Mest nýmæli eru af frásögn Guðna af hinu síðastnefnda, enda átökin á bak við tjöldin harðari en fram hefur komið hingað til.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
c.2007.3.2.3.pdf | 21,76 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |