Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/9078
Það er afskaplega vel þegið verk á Íslandi að vel skrifandi maður skuli setjast niður og setja hugsanir sínar á blað. Sjálfstæðar viðureignir Íslendinga við hugmyndasöguna af því tagi sem Einar Már Jónsson hefur hér skrifað af mikilli andagift eru alltof fátíðar. Kostur þessarar bókar, sem er bréf höfundar til tiltekinnar Maríu, er það hversu vel hún er skrifuð. Höfundur nær oftsinnis slíku flugi í hinum hugmyndafræðilegu skylmingum við samtíma sinn og lungann úr 20. öldinni að við nokkur tilefni er hreinlega ekki hægt annað en að skella upp úr. Fyrir því tæki ég hatt minn ofan, ef ég hefði slíkan.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
c.2007.3.2.5.pdf | 33,92 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |