is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Listkennsludeild / Department of Arts Education > Lokaritgerðir / Theses (MA, M.Art.Ed.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9079

Titill: 
 • Það er leikur að læra : mat á íslenskum fræðslutölvuleikjum frá sjónarhorni listkennslu
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Tilgangur þessa verkefnis er að kanna fjölbreytni og gæði íslenskra fræðslutölvuleikja og þróun þeirra. Athuga hvort hægt sé að bæta einhverju við.
  Rannsóknarspurningarnar eru: Eru íslenskir fræðslutölvuleikir fjölbreyttir og í hverju eru gæði þeirra fólgin? Hverjir eru þróunarmöguleikar þeirra?
  Í viðtölum vegna rannsóknarinnar kom fram að skortur væri á fræðslutölvuleikjum fyrir íslensk leikskólabörn. Það kom í ljós vöntun á fræðslu um myndlist og leiki sem samþætta námsgreinar, bæði við úttekt á íslenskum fræðslutölvuleikjum og í viðtölunum. Leikskólanám byggist mikið á myndlistarsköpun og hentar hún því vel sem þema í fræðslutölvuleik sem kennir einnig stærðfræði og íslensku.
  Höfundur telur að gæði fræðslutölvuleikja ákvarðist aðallega af fimm þáttum sem eru: fræðslugildi, skemmtanagildi, viðmót, grafík og hljóð. Góður fræðslutölvuleikur er leikur þar sem fræðslugildið er tilgangurinn, en skemmtunin virðist vera aðalatriðið, þ.e. fræðsla dulbúin sem skemmtun. Útbúinn var mælikvarði til gæðamats og gæðin á íslenskum fræðslutölvuleikjum könnuð.
  Ávöxtur þessarar rannsóknar var gagnvirki námsvefurinn www.myndnam.is þar sem hægt er að spila fræðslutölvuleikinn Myndnám með Klóru og Urra. Leikurinn skiptist í þrjá litla fræðslutölvuleiki sem fjalla um rými, form og liti. Fræðst er um myndlist, íslensku og stærðfræði. Leikurinn var gerður með hliðsjón af þroskamati fyrir 3-6 ára börn, en þetta er einmitt aldurshópurinn sem notar mest fræðslutölvuleiki. Gert var hönnunarskjal fyrir tölvuleikinn til þess sjá heildarmyndina. Einnig var gerð notendaprófun á gagnvirku fræðsluvefsíðunni.

 • Útdráttur er á ensku

  The purpose of this project is to explore the variety and quality of Icelandic educational computer games and their development. Check whether you can add something to it.
  The research questions are: Are Icelandic educational computer games varied, and where does their quality lie? Where are the opportunities in their development?
  The interviews conducted for this study indicated that there is a lack of educational computer games for preschool children. Both the interviews and an evaluation of Icelandic educational computer games indicated a lack in art education and lack of a games that integrate different subjects. Preschool education is very dependent on art creation and it fits well as a theme in an educational computer game that teaches mathematics and Icelandic.
  The author believes that the quality of educational games is determined primarily by five factors: educational value, entertainment value, interface, graphics and audio. A good educational video game is a game where the educational value is the purpose, but the fun seems to be the main thing, education veiled in the fun. To measure the quality of domestic educational games an assessment method was developed.
  The result of this study is the interactive educational webpage www.myndnam.is where you can play the educational game Myndnám með Klóru og Urra. The game is divided into three small educational video games that deal with space, form and color. The education is about art, Icelandic and mathematics. The game was made with regard to developmental assessments for children aged 3-6 years, but this is precisely the age group that uses educational video games the most. A design document was made for the videogame to see the big picture. A useability test for the interactive educational website was also conducted.

Samþykkt: 
 • 8.6.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/9079


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf3.13 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna