is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9081

Titill: 
 • Mikilvægi samræðunnar milli heimilisfólks og starfsfólks öldrunarheimila : starfendarannsókn íþróttafræðings á Hrafnistu í Hafnarfirði
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Ritgerðin fjallar um starfendarannsókn sem framkvæmd var á
  Hrafnistu í Hafnarfirði. Markmið hennar fól í sér að skoða mig sjálfa sem
  kennara með það fyrir augum að bæta mig í starfi, ná fram skilvirkari
  aðferðum er varðar þátttöku heimilisfólks í hreyfingu og fá nýja
  heimilismenn til þess að tileinka sér þá hreyfingu sem í boði er. Við það að leita leiða til að auka þátttöku íbúa Hrafnistu í hreyfingu, koma á
  samráðsfundum með öðrum fagaðilum og að lokum kanna hvað fundir með
  nýfluttum heimilismönnum myndi skila sér varðandi mætingu, gafst tækifæri
  til að skoða og íhuga hvað betur mætti fara í kennslu minni og starfsháttum. Rannsóknin beindist að viðtölum sem ég átti við nýflutta heimilismenn,dagbókarfærslum, hugleiðingum mínum,beinum skráningum varðandi mætingu í leikfimitíma sem og samstarfi milli hinna ýmsu fagaðila sem vinna á Hrafnistu í Hafnarfirði. Í tengslum við rannsóknina rýndi ég vel í starf mitt í þeirri von að þetta sjálfsrýni gæfi nýja þekkingu sem að kæmi að gagni fyrir bæði mig, starfsfólk Hrafnistu, og síðast en ekki síst fyrir nemendur mína sem eru íbúar Hrafnistu. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að þátttaka fólks í hreyfingu fer að stórum hluta eftir hvatningu og eftirfylgni. Tengsl sem myndast í kjölfar góðrar samræðu á spjallfundum með heimilisfólki eru mikilvæg og vil ég meina að það er stór ástæða þess að íbúar eru tilbúnir að prófa leikfimi og í framhaldinu hafa jafnvel leikfimina sem fastan punkt í daglegri rútínu. Samskipti og gott upplýsingaflæði á milli fagaðila og starfsmanna sem vinna að því að hlúa að heimilisfólki og láta því líða sem best skiptir einnig sköpum. Niðurstöðurnar eru gott innlegg í þá þróun sem er að eiga sér stað á öldrunarheimilum þar sem sífellt er að færast í aukana að ráða íþróttakennara til starfa þar og er það skoðun mín að þeir ættu að geta farið svipaðar leiðir og ég hef farið til að bæta starf sitt.

Styrktaraðili: 
 • Hrafnista í Hafnarfirði, sjómannadagsráð
Samþykkt: 
 • 8.6.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/9081


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.ed lokaverkefni 2011.pdf313.83 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna