is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Listkennsludeild / Department of Arts Education > Lokaritgerðir / Theses (MA, M.Art.Ed.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9084

Titill: 
 • Hönnun skólaumhverfis með tilliti til myndmenntakennslu og sjálfbærni
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort hönnun skólaumhverfis hafi áhrif á tækifæri til myndmenntakennslu með tilliti til sjálfbærniviðmiða, þá sérstaklega þætti sem stuðla að menntun til sjálfbærni.
  Rannsóknarverkefnið samanstendur af þremur þáttum. Í fyrsta hlutanum er farið yfir hugmyndafræðilega nálgun hvað varðar menntun til sjálfbærni og sjálfbærar áherslur í byggingarlist. Í öðrum hluta verkefnisins er rannsóknaraðferðarramminn byggður upp og í þriðja hlutanum er loks gerð grein fyrir helstu niðurstöðum. Valdir voru fimm skólar sem staðið gætu sem fulltrúar mismunandi hugmyndafræði í byggingarsögulegu samhengi á síðastliðnum 80 árum. Viðtöl voru tekin við myndmenntakennara í viðkomandi skólum og leitast við að finna út hvort skólaumhverfið, það er byggingin, lóðin og nærumhverfið hafi
  áhrif á tækifæri til myndmenntakennslu. Stuðst var við spurningalista sem byggður var upp með vísun í grunnstoðir sjálfbærrar þróunar. Þá var gerð ítarleg vettvangskönnun grunnskólabyggingum fimm. Aðstaðan var skoðuð bæði innan‐ og utandyra með áherslu á aðstöðu til listgreinakennslu, þó sérstaklega myndmenntakennslu. Gögnin úr rannsókninni
  voru greind í heild sinni.
  Verkefnið er innlegg í umræðuna um stöðu menntunar til sjálfbærni, áhrif skólaumhverfis og þátt myndmenntakennslu í því samhengi. Vonir eru bundnar við að niðurstöðurnar geti
  gagnast skólastjórnendum, stjórnvöldum og arkitektum þegar hannaðar verða nýjar skólabyggingar eða staðið að endurbótum á eldri skólabyggingum með sjálfbærni að leiðarljósi.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this research is to evaluate whether the design of school environment affects the opportunities of art education in terms of sustainability criteria. Further, knowledge and the value of art teaching in education for sustainability among art teachers will be evaluated, especially the factors that contribute to education for sustainability.
  The research is divided into three parts. The first part is a theoretical approach related to education towards sustainability and emphasis on sustainability in architecture. The second part is obtained from the paradigm of qualitative research. Finally, the third part presents the main results.
  The selection of these schools was not random, they were selected so that they would be representative for different paradigm in building historical context within the past 80 years. The school buildings were inspected both indoors and outdoors with regards to teaching facilities for art education.
  In the field study five elementary school art teachers were interviewed, the goal was to find out whether the school design and its environment has an impact on the art education. The
  questionnaire was built up with reference to the three foundations of sustainable development. But also highlighting the quality of physical school environment and art education. The data from the study were analyzed as whole. The research is an input into the discussion on education for sustainability and the part of art education in that context.
  The results of this research could benefit school directors, the government and architects designing new or improving older schools with sustainability in mind.

Samþykkt: 
 • 8.6.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/9084


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf549.64 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna