is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9087

Titill: 
 • Samstarf grunnskóla og listasafna : hvernig er staðið að kynningu á íslenskri myndlist í grunnskólum?
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Markmiðið með þessu verkefni var að skoða samstarf grunnskóla og listasafna og hvernig grunnskólar eru að nýta sér listasöfnin í kennslu og hvort kennarar í grunnskólum séu að kynna samtímalist fyrir nemendum sínum og þá með hvaða aðferðum. Tekin voru viðtöl við starfsmenn fræðsludeilda í þremur listasöfnum á höfuðborgarsvæðinu og einnig við þrjá myndmenntakennara í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu. Tvær rannsóknir sem gerðar voru hér á landi árið 2009 um listgreinakennslu í grunnskólum, önnur af starfshópi á vegum menntaráðs Reykjavíkur og hin af Anne Bamford á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis, voru skoðaðar ásamt öðrum heimildum um gildi listakennslu og samstarfs grunnskóla og safna. Listasöfn hafa möguleika á að bjóða upp á mörg spennandi tækifæri til að læra á fjölbreyttan og skemmtilegan hátt. Í dag á nám ekki að takmarkast við formlegar menntastofnanir heldur má einnig nota óformlegar eins og söfn sem eru upplýsingamiðstöðvar sem hýsa mikla þekkingu og eru vettvangur miðlunar. Nauðsynlegt er að undirstrika mikilvægi samstarfs milli safna og skóla. Hægt er að líta á heimsókn á listasöfn sem lið í að efla samfélagsvitund nemenda auk þess sem mikilvægt er að þeir fái tækifæri til að njóta menningar og lista og þá er samtímalist mjög mikilvæg í okkar menningu og geta börn séð hana á mörgum stöðum á landinu.
  Helstu niðurstöður sýna að listasöfn vinna mikið að því að auka samstarf á milli grunnskóla og listasafna með því að senda út upplýsingar um starf þeirra og sýningar. Samkvæmt upplýsingum frá myndmenntakennurum grunnskóla er misjafnt hvernig þessar upplýsingar komast til skila. Einnig tala þeir um að skortur á tíma í kennslu og fjárskortur hindri þá í að fara með nemendur sína í vettvangsferðir á listasöfn. Samtímalistin er lítið kynnt fyrir nemendum grunnskólans samkvæmt viðtölum við myndmenntakennara og er helsta ástæða þess skortur á námsefni og tíma. Listasöfnin eru að taka á móti mörgum hópum grunnskólanema á ári hverju og fer þeim fjölgandi. Það er því greinilegt að grunnskólar eru að nýta sér söfnin að einhverju marki. En fram kemur þó, bæði í rannsóknum og í viðtölum mínum við listasöfnin og grunnskólana, að nálægðin við söfnin skipti miklu máli og er þá tíminn sem skiptir miklu máli í tengslum við það.

 • Útdráttur er á ensku

  Partnership of primary schools and art museums How is Icelandic art introduced in primary schools?
  The aim of this project was to view the partnership of primary schools and art museums and how primary schools are using the art museums in their teaching and wether their teachers are introducing contemporary art to their students and using what methods. Interviews were taken with employees of education departments in three art museums in the capital, along with three art teachers in primary schools in the capital. Two studies that were done in Iceland in 2009, one by a group from the Department of Education in Reykjavik and the other by Anne Bamford, were examined along with other references about the value of art teaching and cooperation of primary schools and museums. Art museums have the possibility to offer many exciting opportunities to learn in a diverse and entertaining way. Today education should not be limited to formal educational institutions but informal institutions like museums which are information centres that host vast knowledge and are the forum of media can also be used. The cultural policy of the sity of Reykjavik is underlining the importance of cooperation between museums and schools. A visit to an art museum can be seen as a way to increase students´ perception of the community and also how important it is that they get an opportunity to enjoy culture and art, and that is where contemporary art is very important in our culture, and children can see it in many places of the country.
  The main conclusions show that art museums put a lot of effort into increasing the cooperation between primary schools and art museums by sending information about their work and exhibitions to the primary schools. According to information from art teachers in primary schools it varies how this information is distributed. They also talk about how the short time taught in class and the shortage of funds acts as a barrier from going on field trips to art museums with their students. Contemporary art is only briefly introduced to the students of the primary school according to interviews with art teachers and the main reason for that is the shortage of curriculum sources and time. The art museums are recieving many groups of primary school students each year and the number keeps growing. It is thus quite obvious that primary schools are taking advantage of the museums up to a certain extent. However, both in the research and my interviews with the art museums and the primary schools, the distance to the museum is very important and the time is very important in connection with that.

Samþykkt: 
 • 8.6.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/9087


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð.pdf336.3 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna