is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9101

Titill: 
 • „Maður þarf svolítið að skipta um gír til að takast á við ný verkefni“ : breytt hlutverk starfsmanna: úr þjónustu í kennslu fullorðinna
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Sjaldan hefur tækninni fleygt eins mikið fram og undanfarna áratugi. Aukin tæknivæðing hefur áhrif á allt okkar líf, hvort sem eru daglegar athafnir eða vinnulag. Hluta þessarar tækniþróunar má rekja til tölvunn-ar sem nú er nánast til á hverju heimili og langstærstur hluti landsmanna orðin nettengdur. Aukin tölvueign og netvæðing hefur gert það að verkum að einstaklingar geta nú orðið sinnt málum sínum rafrænt, óháð stund og stað. Á sama tíma sjá fyrirtæki og stofnanir möguleika í aukinni hagræðingu og betri þjónustu með rafrænni þjónustu.
  Með rannsókninni var ætlunin að skoða áhrif tæknivæðingar og auk-innar rafrænnar þjónustu á starfsemi þjónustuvers Tryggingastofnunar ríkisins, en hún er ein þeirra stofnana sem tekið hefur tæknina í sínar hendur og er sífellt að auka rafræna þjónustu. Þessar breytingar hafa þó óhjákvæmilega í för með sér breytingar á hlutverki og starfsháttum starfsmanna, þar sem þeir þurfa að læra að takast á við nýtt hlutverk. Í rannsókninni er verið að skoða hvernig starfsmenn takast á við breyting¬arnar og hvernig þeir læra nýtt hlutverki. Einnig var kannað viðhorf þeirra til námskeiðsferlis sem fór af stað eftir áramótin 2011.
  Rannsóknin byggist á viðtölum við starfsmenn þjónustuversins auk deildarstjóra. Þetta eru þeir starfsmenn sem breytingarnar hafa mest áhrif á og þeir hafa tekið þátt í umræddu námskeiðsferli. Tilgangur rann-sóknarinnar var að skoða hvernig nám fer fram hjá starfsmönnunum og hvernig þeir læra að takast á við hið nýja hlutverk.
  Helstu niðurstöður eru þær að stærstur hluti náms þeirra fer fram á vinnustaðnum með samskiptum milli starfsmanna. Þeir eru duglegir að leita til hver til annars ef upp koma vandamál eða annað sem þarf að leysa úr. Flestir starfsmannanna töldu sig hafa lært mikið á nám-skeiðsferli um fullorðna einstaklinga sem námsmenn, þó þeir kæmu ekki auga á það í fljótu bragði hvernig þeir nýttu sér það í starfi. Námskeiðið hefði engu að síður komið þeim til góða. Einnig kemur fram hversu mikilvægt er að starfsmenn sjái tilgang með náminu og að námsefni sé við hæfi þeirra.
  Í verkefninu er komið inn á mikilvægi þess að skipuleggja árangursríka starfsþjálfun, að vinnustaður ýti undir lærdómsmenningu og hversu mikil áhrif viðhorf starfsmanna hafa á þátttöku í námsferli og útkomu þess.

 • Útdráttur er á ensku

  Employees new role with new technology: from service center to teaching adults
  Rarely has technology progressed as much as in recent decades. Increas¬ed technology affects our whole life, whether at daily chores or at work. A part of this technological development is brought on by computers being almost in every home and the majority of homes now have inter¬net access. This increase in computer ownership and internet access has made it possible for individuals to tend to their affairs electronically where and when their time allows. At the same time companies and organizations are realizing their increased benefits and better service by offering electronic services.
  The purpose of this project was to study the effects of adopting technology and increased electronics on the service center of Trygginga¬stofnun ríkisins (Social Insurance Administration) which is one of many organizations that has adopted technology and is continually increasing electronic services. Taking on new roles does however bring on changes in the work procedures of employees. This research project also seeks to learn how employees adapt to changes and how they learn their new roles. Employees were also asked to comment on a seminar about adult learners which started early in 2011.
  This research is based on interviews with employees of the service center, together with a division supervisor. These are the employees most affected by these changes and they have taken part in the above mentioned seminar. The purpose of the research was to show how employees learn to deal with the new role and how they learn to do so.
  The main results show that most of their education takes place at the workplace by interaction between employees. They do not hesitate to seek each other’s assistance if problems arise or other items that need to be solved. Most of the employees felt they had learned a great deal through the seminars, in spite of not recognizing immediately how they would utilize their increased knowledge in their jobs.
  The seminar had none the less been beneficial to them. It also became clear how important it is for employees to see a purpose in learning and that the topics are suited to their abilities.
  The research addresses the importance of organizing effective job training, how the place of work needs to emphasize and offer a learning environment as an active part of work activity and how the views of employees influence their partaking in seminars and benefits thereof.

Samþykkt: 
 • 8.6.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/9101


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðrún_Edda_Baldursdóttir_lokaskil.pdf1.3 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna