is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Listkennsludeild / Department of Arts Education > Lokaritgerðir / Theses (MA, M.Art.Ed.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9106

Titill: 
 • Raddir : verkefni unnið með heimilisfólki á Sólheimum í Grímsnesi
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Ritgerðin byggir á verkefni sem unnið var með íbúum á Sólheimum í Grímsnesi vorið 2011. Markmið verkefnisins felst í megindráttum í því að fá raddir heimilismanna á Sólheimum til
  þess að hljóma á hátíðinni List án landamæra.
  Ég lagði upp með þá sannfæringu að allt heimilisfólk á Sólheimum hafi rödd. Hafi skoðanir sem komi okkur öllum við og það sé nauðsynlegt fyrir okkur að hlusta á rödd þeirra, ekki
  síður en annarra.
  Í drögum að nýrri menntastefnu kemur fram að grunnþættir menntunar á Íslandi ættu að vera; læsi, jafnrétti, lýðræði og mannréttindi, skapandi skólastarf og menntun til sjálfbærni. Við framkvæmd verkefnisins að Sólheimum hafði ég þessa fimm grunnþætti að leiðarljósi í viðtölum við heimilismenn og í hugmyndavinnu. Þeir ræddu um jafnréttismál, um mannréttindi og það skapandi starf sem stundað er á Sólheimum, ásamt því að ræða mál sem tengjast sjálfbærri þróun. Með lýðræðislegum vinnubrögðum og læsi á umhverfi sitt og samfélag komust þeir að kjarnahugtökum og orðum sem skipta þau máli.
  Fjölbreytileikinn gerir það að verkum að við förum ólíkar leiðir til þess að koma sjónarmiðum okkar áfram og við verðum að krefjast þess að allir fái þau tækifæri sem þarf til þess að láta rödd hvers og eins hljóma. Listgreinar eru vel til þess fallnar að koma skoðunum okkar og hugmyndum á framfæri. Fáar greinar hafa úr svo margbreytilegum verkfærum að velja eins og einmitt listgreinar.

 • Útdráttur er á ensku

  The essay is based on a project produced with the participation of the inhabitants at Sólheimar in Grímsnes in the spring of 2011. The aim of the project is basically to get the voices of the inhabitants of Sólheimar in Grímsnes to be heard at the Art Without Boundaries festival.
  I ventured ahead with the conviction that each individual of the inhabitants in Sólheimar at Grímsnes has a voice, an opinion that concearns all of us and that it is neccessary for us to listen no less to their voice than to those of others.
  The Icelandic Government’s new education blue print stipulates that the fundamental values permeating the whole school system should be: literacy, equality, democracy, human rights, creative schooling and education towards sustainability. These five basic goals inspired me throughout the interviews with the inhabitants and the development of the concept. The inhabitants discussed equality and human rights issues and the creative work committed at Sólheimar as well as discussing issues concerning sustainability. By democratic reasoning and awareness of environment and society they reached conclusive core concepts and words that matter to them.
  Diversity dictates that we seek different ways to express our opinions and we must demand that each of us has the opportunity to have his voice be heard. The arts are well suited to advance our ideas. Few fields have such a diverse arsenal of tools at their disposal.

Samþykkt: 
 • 8.6.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/9106


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf326.36 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna