is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/9109

Titill: 
  • Starfsánægja í grunnskóla : hvað skiptir máli?
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerðin greinir frá niðurstöðum eigindlegrar rannsóknar en eitt meginmarkmið hennar var að kanna reynslu og hug tveggja skólastjóra og kennara þeirra til starfsánægju og starfsanda á vinnustað.
    Í rannsókninni voru skoðaðir tveir skólar í Reykjavík og könnuð starfsánægja kennara sem þar starfa með viðtölum við þá sjálfa og skólastjóra þeirra. Skólarnir voru valdir út frá ábendingum frá starfsmanni Menntasviðs Reykjavíkurborgar sem tók skólana sem dæmi um skóla þar sem starfsandi virtist góður.
    Niðurstöður rannsóknarinnar gefa vísbendingar um hvað það er sem geri kennara ánægða eða óánægða í starfi sem og vísbendingar um hvernig bæta megi starfsanda eða halda góðum starfsanda sem þegar er til staðar. Í heildina litið eru kennararnir átta og skólastjórarnir tveir ánægðir með starfsanda skóla sinna og nokkuð sælir í starfi. Jákvæður andi og viljinn til að gera vel skipta mjög miklu máli. Bæði það að skapa góðan starfsanda innan grunnskóla og halda góðum starfsanda krefst mikillar vinnu af hendi stjórnenda og kennara. Viljinn til að inna þessa vinnu af hendi og gera það vel skiptir gríðarlegu máli og þegar stjórnendur leggja sig fram gera kennararnir það líka. Þrátt fyrir að kennararnir hafi samkvæmt rannsókninni mismunandi skoðanir á gildi hróss og hvatningar er ljóst að meirihlutinn tekur því fagnandi og að jákvætt andrúmsloft bætir alltaf andann. Vilji, jákvæðni, vinnusemi og samheldni er það sem þarf til að skapa góðan starfsanda en því má ekki gleyma að kennarar eru, og hafa lengi verið, neikvæðir í garð launa sinna og finnst þau ekki vera nógu há, né endurspegla ekki hina miklu vinnu þeirra. Þetta dregur úr starfsánægju samkvæmt rannsókninni en jafnvel enn frekar eru kennarar undrandi og leiðir á neikvæðri ímynd starfs síns úti í samfélaginu.
    Ekki er hægt að alhæfa út frá niðurstöðum rannsóknarinnar. Eigi að síður er vonast til að niðurstöður hennar verði til að bæta skólastarf og starfsanda í skólum. Í skólum þar sem starfsandi er góður og almenn ánægja ríkir meðal starfsmanna er auðveldara að takast á við neikvæðar hliðar starfsins.

Samþykkt: 
  • 9.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9109


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Marsibil Ólafsdóttir_Starfsánægja.pdf588.56 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna