is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9111

Titill: 
  • „Ég varð bara að læra það af reynslunni“ : mat kennara á fræðslu og þjálfun í eineltismálum í kennaranámi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Eftirfarandi ritgerð er unnin með það fyrir augum að skoða menntun grunnskólakennara í eineltismálum. Framkvæmd var eigindleg rannsókn meðal 12 kennara sem allir útskrifuðust á árunum 2005-2010 frá Háskóla Íslands/Kennaraháskóla Íslands. Áhersla var lögð á hvernig kennarar skilgreina hugtakið einelti, hvernig þeir meta tíðni eineltis í íslenskum grunnskólum, hvort þeir séu í stakk búnir til að koma auga á einelti, hver viðbrögð þeirra eru ef upp koma eineltismál, hver helsti ótti þeirra er þegar taka þarf á einelti, hvernig þeir meta eineltiskennsluna sem þeir fengu í námi sínu og hvaða úrbætur þeir vilja sjá í kennaranáminu um ókomna tíð.
    Rannsóknarspurningar ritgerðarinnar eru eftirfarandi: Hvaða hugmyndir hafa grunnskóla- og íþróttakennarar um einelti, hvernig umfjöllun segjast grunnskóla- og íþróttakennarar hafa fengið um einelti í námi sínu og hvernig meta þeir þann undirbúning, sem þeir fengu í náminu, til að fást við einelti? Niðurstöður rannsóknar leiddu í ljós að þeim kennurum, sem tóku þátt í rannsókninni, finnst þeir ekki hafa fengið næga þjálfun og fræðslu um einelti í námi sínu. Þeir gera sér grein fyrir hvað felst í hugtakinu einelti og eru meðvitaðir um hversu alvarlegt einelti er. Þá virðast kennararnir ekki gera sér nægjanlega vel grein fyrir tíðni eineltis í grunnskólum landsins miðað við íslenskar rannsóknir í þeim efnum og eiga erfitt með að koma auga á einelti. Að lokum höfðu kennararnir sterkar skoðanir á því hvernig kennsla varðandi einelti ætti að vera í kennaranáminu.
    Á heildina litið eru þessar niðurstöður taldar styrkja eldri rannsóknir sem gerðar hafa verið um menntun grunnskólakennara í eineltismálum hér á landi. Í ritgerðinni er fjallað er um gagnsemi þessara niðurstaðna en þær má meðal annars nota til að setja fram tillögur um aukna þjálfun og fræðslu í eineltismálum fyrir kennaranema, starfandi kennara og skólastjórnendur.

Samþykkt: 
  • 9.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9111


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA ritgerð - lokaskil PDF __.pdf2.06 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna