is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Rafræn tímarit > Stjórnmál og stjórnsýsla >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9115

Titill: 
 • "Neyðarlögin" og stjórnsýsluréttur
Útgáfa: 
 • Desember 2009
Útdráttur: 
 • Í grein þessari er fjallað um ákvarðanir Fjármálaeftirlitsins og stöðu skilanefnda þess á grundvelli laga nr. 125/2008, um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði. Staða skilanefnda Fjármálaeftirlitsins gagnvart reglum stjórnsýsluréttar er ekki jafnskýr og skyldi. Markmið umfjöllunarinnar er að draga fram skýrari mynd af stöðu þeirra að þessu leyti og varpa ljósi á það hvort þær teljast stjórnvöld eða einkaaðilar og hvort og þá á hvaða grundvelli reglur
  stjórnsýsluréttar eiga við um störf þeirra. Í greininni er gerð stutt grein fyrir gildissviði stjórnsýsluréttar, hvernig orðið geta til „grá svæði“ m.t.t. reglna á þessu réttarsviði og hvernig sú umfjöllun snertir spurningar um stöðu skilanefnda Fjármálaeftirlitsins. Fjallað verður um lagagrundvöll skilanefndanna og lögbundin hlutverk þeirra.
  Á grundvelli þessarar umfjöllunar er það niðurstaða greinarinnar í fyrsta lagi að skilanefndir Fjármálaeftirlitsins séu stjórnvöld og lúti sem slíkar reglum stjórnsýsluréttar, hvort sem litið er til stjórnarhlutverks þeirra eða framkvæmdar ákvarðana Fjármálaeftirlitsins. Það er einnig niðurstaða greinarinnar að stjórnsýslulög, nr. 37/1993, gildi um þær ákvarðanir skilanefndanna sem teljast stjórnvaldsákvarðanir í skilningi laganna, að því marki sem reglur þeirra laga eru ekki „teknar úr sambandi“ með lögum nr. 125/2008. Loks er áréttað að þegar stjórnsýslulögum sleppir gilda meginreglur stjórnsýsluréttar um
  ákvarðanir og athafnir skilanefnda Fjármálaeftirlitsins. Þær eru því bundnar af meginreglum stjórnsýsluréttar um t.d. jafnræði, meðalhóf og málefnaleg sjónarmið við framkvæmd lögmæltra verkefna sinna á grundvelli laga nr. 125/2008.

Birtist í: 
 • Stjórnmál og stjórnsýsla, 5 (2) 2009, 267-293
ISSN: 
 • 16706803
Athugasemdir: 
 • Fræðigrein
Samþykkt: 
 • 9.6.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/9115


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
a.2009.5.2.4.pdf253.51 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna