en English is Íslenska

Article

University of Iceland > Rafræn tímarit > Stjórnmál og stjórnsýsla >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/9117

Title: 
 • Title is in Icelandic Ímynd og markaðsstarf sveitarfélaga
Published: 
 • December 2009
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Samkeppni íslenskra sveitarfélaga um íbúa er almennt ekki mikil að höfuðborgarsvæðinu undanskildu. Kröfur um árangur sveitarfélaga eru miklar en ótal skoðanir eru uppi á meðal sveitarstjórnarmanna um hvernig best sé að meta árangurinn. Því hefur verið haldið fram að nóg sé fyrir staði, þ.m.t. sveitarfélög, að fylgjast með breytingu á ímynd sinni. Ein helsta áskorun stjórnenda staða eða borga er að vinna eftir ímynd sem er samhljóma á milli mismunandi markhópa og ólíkra geira. Vörumerkjastjórnun þykir góð leið er kemur að ímyndarstjórnun staða. Vörumerki eykur þekkingu á einstökum eiginleikum staða, aðgreinir þá frá öðrum og gerir þá eftirsóknarverðari hjá markhópnum.
  Meginmarkmið rannsóknarinnar er að kanna hvort háskólanemar á Íslandi eða „framtíðaríbúar“ sveitarfélaganna Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar, Reykjanesbæjar og Seltjarnarnesbæjar sjái sveitarfélögin sem aðgreind markaðssvæði eða aðeins sem úthverfi Reykjavíkur. Ennfremur að kanna hvernig þau aðgreina sig hvert frá öðru og hvaða eiginleikum þau þá helst tengjast.
  Niðurstöður eru þær að háskólanemar á Íslandi sjá sveitarfélögin Hafnafjörð og Reykjanesbæ á andstæðum póli við sveitarfélagið Garðabæ út frá fasteignaverði og ríkidæmi. Sama má segja um Kópavog og Mosfellsbæ en andstæðurnar þar liggja í eiginleikanum
  „gamaldags“ annars vegar og „nútímalegum stjórnunarháttum“ hins vegar. Seltjarnarnesbær þykir hins vegar eins og eitt úthverfi Reykjavíkur.
  Helstu takmarkanir rannsóknarinnar voru einsleitur hópur þátttakenda og lítil dreifing svara milli sveitarfélaga. Einnig þarf að hafa í huga að gagnaöflun átti sér stað fyrir efnahagshrunið en líklegt er að ef gögnum hefði verið aflað nokkrum mánuðum hefðu þau leitt til ólíkrar niðurstöðu. Ímynd verður því ekki mæld í eitt skipti fyrir öll heldur þarf að mæla hana reglulega.

Citation: 
 • Stjórnmál og stjórnsýsla, 5 (2) 2009, 311-334
ISSN: 
 • 16706803
Description: 
 • Description is in Icelandic Fræðigrein
Related Link: 
 • www.stjornmalogstjornsysla.is
Accepted: 
 • Jun 9, 2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/9117


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
a.2009.5.2.6.pdf559.68 kBOpenHeildartextiPDFView/Open