is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Rafræn tímarit > Stjórnmál og stjórnsýsla >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9122

Titill: 
 • Hvað er umhverfi? Um hugtökin umhverfi og umhverfisáhrif í ljósi niðurstöðu Hæstaréttar í máli nr. 671/2008
Útgáfa: 
 • Júní 2010
Útdráttur: 
 • Grein þessi fjallar um niðurstöðu Hæstaréttar Íslands í máli nr. 671/2008 um mat á umhverfisáhrifum Vestfjarðavegar um Teigsskóg í Reykhólahreppi. Niðurstaða Hæstaréttar í málinu felur í sér nýja túlkun á lykilhugtökum við mat á umhverfisáhrifum, þ.e. hugtökunum umhverfi og umhverfisáhrif, auk þess sem ný túlkun á sambandi markmiða framkvæmdar, umhverfismats og leyfisveitinga er sett fram.
  Í greininni er fjallað um hvort niðurstaða Hæstaréttar hafi í för með sér að umhverfismat hérlendis þróist í aðra átt heldur en lagarammi umhverfismats hefur almennt verið túlkaður og almennt gerist gildir um þróun umhverfismats á alþjóðavettvangi. Jafnframt er fjallað um hvort að umhverfismat verður í kjölfarið betur eða síður til þess fallið að valda því hlutverki sem því er ætlað.
  Niðurstaða greinarinnar er að túlkun Hæstaréttar á umræddum lykilhugtökum umhverfismats falli ekki að almennri faglegri þróun umhverfismats eða almennri túlkun lagaramma umhverfismats hérlendis og erlendis. Fordæmisgildi dómsins kallar á að stjórnvöld bregðist við með lagabreytingum eða skýringum við núgildandi lagaramma umhverfismats.

Birtist í: 
 • Stjórnmál og stjórnsýsla, 6 (1) 2010, 57-71
ISSN: 
 • 16706803
Athugasemdir: 
 • Fræðigrein
Samþykkt: 
 • 9.6.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/9122


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
a.2010.6.1.3.pdf203.61 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna