en English is Íslenska

Article

University of Iceland > Rafræn tímarit > Stjórnmál og stjórnsýsla >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/9125

Title: 
  • Title is in Icelandic Áhrif feminisma á utanríkisstefnu Íslands 1999-2009
Published: 
  • June 2010
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í greininni eru skoðuð áhrif femínisma á íslenska utanríkisstefnu 1999-2009. Kvennahreyfingar og femínísk hugmyndafræði höfðu mótandi áhrif á marga þætti íslensks samfélags á 20. öld en slík áhrif á utanríkisstefnu voru nær ósýnileg. Í lok fyrsta áratugar
    21. aldar hafði þetta breyst verulega og er hér leitað skýringa. Aðferðafræði Sabatiers um samsteypuþrýstihópa er notuð og litið til fjölgunar kvenna á þingi, í utanríkismálanefnd og í utanríkisþjónustu. Þá er þrýstingur frá frjálsum félagasamtökum og áherslur alþjóðastofnana á kynjajafnrétti og stöðu kvenna nokkur áhrifavaldur. Að lokum er beitt innihaldsgreiningu á flutningsræður utanríkisráðherra með skýrslum þeirra til Alþingis.
    Merkja má auknar áherslur á jafnréttismál og málefni kvenna í ræðunum eftir því sem líður á tímabilið. Í utanríkisstefnu sinni hefur Ísland valið að leggja áherslu á tiltekna málaflokka og hlutfallslega sterk staða kvenna í íslensku samfélagi hefur gert að verkum að þessi málaflokkur er vel til þess fallinn að skapa sérstöðu á alþjóðavettvangi. Arfleifð Kvennalistans er skýrt merkjanleg, en ýmis atriði sem Kvennalistinn setti á dagskrá í utanríkismálum eru nú orðin sýnileg í stefnunni þótt þau hafi ekki átt upp á pallborðið á sínum tíma. Niðurstöður eru því að kvennahreyfingar og femínismi hafi haft umtalsverð áhrif á utanríkisstefnu Íslands og eru þau áhrif rakin til þess að á síðustu tíu árum hafi komið saman áhrif úr ólíkum áttum innan og utan stjórnkerfisins.

Citation: 
  • Stjórnmál og stjórnsýsla, 6 (1) 2010, 73-94
ISSN: 
  • 16706803
Description: 
  • Description is in Icelandic Fræðigrein
Accepted: 
  • Jun 9, 2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9125


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
a.2010.6.1.4.pdf310.01 kBOpenHeildartextiPDFView/Open