is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Rafræn tímarit > Stjórnmál og stjórnsýsla >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9126

Titill: 
  • Jafnréttisfræðsla í skólum. Frá dauðum lagabókstaf til jákvæðrar aðgerðaskyldu
Útgáfa: 
  • Júní 2010
Útdráttur: 
  • Í jafnréttislögum hafa verið ákvæði um jafnréttisfræðslu í skólakerfinu frá því slík lög voru fyrst sett hér á landi árið 1976. Þrátt fyrir þetta virðist meirihluti grunnskóla landsins ekki hafa skipulagða jafnréttisfræðslu. Í greininni er reynt að grafast fyrir um ástæður þess að lagaákvæði um jafnréttisfræðslu í skólum virðist almennt ekki skila sér út í grunnskóla landsins. Sjónum er beint að lagarammanum, ástæðum fyrir lögbindingu jafnréttisfræðslu, fyrirheitum og framkvæmdum stjórnvalda í málaflokknum. Ákvæðið um jafnréttisfræðslu er skoðað með hliðsjón af þróun jafnréttislaganna í heild. Rýnt er í þingumræður, athugasemdir við lagafrumvörp og umsagnir. Þá er fjallað um jafnréttisákvæði grunnskólalaga, lög um háskóla og lög um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda. Í greininni er sýnt fram á að margvíslegir þættir draga úr gagnsemi lagaákvæðisins um jafnréttisfræðslu í skólakerfinu. Ber þar hæst skort á vilja til markvissra aðgerða. Hann birtist bæði í tregðu við að útfæra nánar markmið, aðgerðir og framkvæmdir, sem og í vöntun á fjármagni til málaflokksins. Þessi tregða skýrist að hluta til af þeim skilningi að hugarfarsbreyting sé það sem til þarf og hana sé ekki hægt að kalla fram með lagabókstaf eða handafli. Ítrekaðar fyrirspurnir og þrýstingur á Alþingi yfir 30 ára tímabil hafa litlu skilað. Lagaákvæðið um jafnréttisfræðslu er þó ekki „dauður lagabókstafur“. Það er sannar lega magurt og máttvana en með raunverulegum pólitískum vilja, skýrari markmiðssetningu, samræmi milli laga, fjármagni og þekkingu ætti að vera hægt að glæða það lífi og koma á jákvæðri aðgerðaskyldu.

Birtist í: 
  • Stjórnmál og stjórnsýsla, 6 (1) 2010, 95-121
ISSN: 
  • 16706803
Athugasemdir: 
  • Fræðigrein
Samþykkt: 
  • 9.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9126


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
a.2010.6.1.5.pdf303.6 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna