is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/913

Titill: 
 • Styrktarþjálfun sundmanna : stunda íslenskir sundmenn nægjanlega styrktarþjálfun
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Rannsóknin er ætlað að kanna styrktarþjálfun sundmanna hér á landi og athuga hvernig henni er háttað. Dreift var spurningalista til allra þjálfara sem áttu sundmenn í úrslitum á ÍM-50 2007, en á því móti keppa allir sterkustu sundmenn landsins. Úrslit frá sama móti voru einnig skoðuð til þess að meta árangur og sjá aldur sundmanna.
  Til þess að meta styrktarþjálfunina voru skoðaðar þjálfunaraðferðir og fræðirit um styrktarþjálfun erlendis. Það sem var aðallega skoðað í þesari rannsókn er fjöldi sundmanna sem stunduðu styrktarþjálfun og hvað þeir gerðu í styrktarþjálfuninni. Annar þáttur sem var skoðaður var árangur keppenda miðað þá styrktarþjálfun sem þeir stunduðu.
  Rannsóknin sýndi að sundmennirnir sem kepptu á ÍM-50 2007 voru allir að stunda einhverskonar styrktarþjálfun. Það var hins vegar mjög misjafnt hvað þeir voru að gera, hvernig ákefðin var og fjöldi æfinga var breytilegur. Þegar árangur var skoðaður kom í ljós að meirihluti þeirra sem að vann til verðlauna á mótinu stundaði styrktarþjálfun oftar en fjórum sinnum í viku.
  Þegar skoðað var hvernig styrktarþjálfun var háttað kom í ljós að íslenskir sundmenn stunda ekki mikla styrktarþjálfun, þrátt fyrir að þeir stundi flestir margar sundæfingar. Rannsóknin bendir á að aukin styrktarþjálfun getur haft áhrif á árangur sundmanna og mættu flestir íslenskir sundmenn auka styrktarþjálfun samhliða sundþjálfun.

Samþykkt: 
 • 12.9.2007
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/913


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heildarskjal.pdf322.91 kBLokaður til...01.01.2108HeildarskjalPDF