is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Rafræn tímarit > Stjórnmál og stjórnsýsla >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/9130

Titill: 
  • Nýtt norrænt jafnvægi. Öryggisstefnur Norðurlandanna og áhrif þeirra á Ísland
Útgáfa: 
  • Desember 2010
Útdráttur: 
  • Öryggismál Íslands eru í endurskoðun í kjölfar brottfarar Bandaríkjahers frá landinu. Þótt stefnumótun sé enn ólokið hefur m.a. verið litið til aukins samstarfs við önnur ríki Norðurlanda. Í greininni er farið yfir öryggisstefnur Norðurlandanna í ljósi nýlegra breytinga á Lissabon-sáttmála Evrópusambandsins þar sem samstöðuákvæði er sett inn í sáttmálann. Skoðað er hvaða áhrif þessar breytingar gætu haft á Ísland og stöðu þess. Öryggisvæðingarkenningar Ole Wævers og Kaupmannahafnarskólans í alþjóðasamskiptum eru notaðar til að varpa ljósi á ólíkar nálganir Norðurlandanna í varnarmálum. Leitað er fanga í öryggis- og varnarmálastefnum Norðurlandanna fjögurra en í ræðum utanríkisráðherra á Íslandi, þar sem engin formleg öryggisstefna hefur verið mótuð. Niðurstöður greiningar á öryggisstefnum Norðurlandanna eru að þau muni að öllum líkindum halda áfram að starfa með NATO og ESB á ýmsum vettvangi, þótt einkum Noregur, Svíþjóð og Finnland geti haft hag af auknu samstarfi. Ísland virðist munu hagnast lítið á auknu norrænu samstarfi eins og því sem lagt er til í Stoltenberg-skýrslunni, enda væri dýpkun þess
    líklega táknræn fremur en hagnýt.

Birtist í: 
  • Stjórnmál og stjórnsýsla, 6 (2) 2010, 185-206
ISSN: 
  • 16706803
Athugasemdir: 
  • Fræðigrein
Samþykkt: 
  • 9.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9130


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
a.2010.6.2.3.pdf229.01 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna