is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Rafræn tímarit > Stjórnmál og stjórnsýsla >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9138

Titill: 
 • Stefnumótun í löggæslumálum. Hlutverk og tillögur verkefnanefnda
Útgáfa: 
 • Júní 2010
Útdráttur: 
 • Í þessari grein er fjallað um tillögur tveggja nefnda, þ.e. verkefnisstjórnar um nýskipan lögreglu mála og starfshóps um sameiningu lögregluembætta, og um stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á embætti ríkislögreglustjóra. Á síðustu fimm árum hafa þessar tvær nefndir og Ríkisendurskoðun gefið út skýrslur þar sem fjallað er um framtíðarskipulag ríkis lögreglu stjóra. Skýrslur nefndanna og Ríkisendurskoðunar fjalla ekki einvörðungu um framtíð ríkislögreglustjóra heldur einnig um breytingar á skipulagi lögreglunnar í landinu.
  Í fyrri hluta greinarinnar er fjallað um nefndir, ráð og stjórnir en tilgangurinn er m.a. að skýra hlutverk þeirra áður en fjallað er sérstaklega um tillögur nefndanna tveggja á sviði löggæslumála. Áhrif nefnda hafa verið umtalsverð síðastliðna áratugi og gegna þær lykilhlutverki í stefnumótun stjórnvalda, m.a. vegna smæðar stjórnsýslunnar. Í greininni er lögð áhersla á að greina helstu tillögur nefndanna tveggja og Ríkisendurskoðunar á sviði löggæslumála. Sérstaklega eru skoðaðar tillögur um breytingu á stjórnsýslunni og fjármálum lögreglunnar, stöðu ákæruvalds og tilflutning löggæsluverkefna til og frá embætti ríkislögreglustjóra. Einnig er gerð tilraun til að bera tillögurnar saman. Í lokin er lagt hlutlægt mat á tillögur starfshóps um sameiningu lögregluembætta en skýrsla þeirrar nefndar kom út í lok árs 2009 og er það plagg sem stjórnvöld vinna nú eftir. Því er velt upp hvort komist sé að réttri niðurstöðu út frá greiningu en tillögur starfshópsins um framtíð ríkislögreglustjóra eru taldar veikar þar sem þær tryggja ekki að vandinn við núverandi skipulag verði leystur.

Birtist í: 
 • Stjórnmál og stjórnsýsla, 6 (1) 2010, 15-35
ISSN: 
 • 16706803
Athugasemdir: 
 • Almenn grein
Tengd vefslóð: 
 • www.stjornmalogstjornsysla.is
Samþykkt: 
 • 9.6.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/9138


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
b.2010.6.1.2.pdf235.96 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna