is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Rafræn tímarit > Stjórnmál og stjórnsýsla >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/9142

Titill: 
  • Mótun atvinnustefnu. Horft til framtíðar – vegvísir til bættra lífskjara, sjálfbærni og samkeppnishæfni
Útgáfa: 
  • Desember 2010
Útdráttur: 
  • Í greininni er greint frá vinnu og hugmyndum sem settar voru fram í tengslum við 20/20 sóknaráætlun ríkisstjórnarinnar um mótun atvinnustefnu. Hér er ekki um að ræða samþykktar áherslur heldur drög að hugmyndum um áherslur sem ætlaðar voru til umræðu og frekari vinnslu. Í greininni koma fram þau markmið sem unnið var með til að Ísland gæti orðið í fararbroddi í verðmætasköpun, menntun, velferð og lífsgæðum.
    Fjórar forsendur eru dregnar fram sem grundvöllur að árangri við framkvæmd atvinnu stefnunnar; geta atvinnulífsins til að flytja út verðmæti, verðmætasköpun samfélagsins til að geta greitt hærri laun samfara ávöxtun fjármagns, uppbygging sem tekur mið af langtímasjálfbærni og uppbygging innviða og samkeppnishæfni.
    Sett eru fram sóknarsvið sem talin eru geta uppfyllt væntingar um bætt lífsgæði og samkeppnis hæfni til framtíðar. Sóknarsviðin voru átta talsins, matvælatækni, upplýsingatækni, ferðaþjónusta, náttúruauðæfi, menning, tækniþekking, hönnun og heilbrigðismál. Stefnur og markmið innan hvers sviðs miðast við framtíðarsýn og mælanleg markmið atvinnustefnunnar fram til ársins 2020. Framsetning og framkvæmd sóknarsviða þarf að taka mið af kjarnagildum en þau eru: jafnrétti, jafnræði, sjálfbærni, siðferði og sam félagsleg ábyrgð.
    Fjallað er um hlutverk opinberra aðila í atvinnuþróun, m.a. til að skapa frjósamt umhverfi fyrir nýsköpun. Lögð er áhersla á að hlutverkið endurspeglast ekki síst í því að skapa atvinnulífinu samkeppnishæfa innviði á sviði skattamála, fjármála, flæði vöru og fjármagns en jafnframt á sviði menntunar, rannsókna og þekkingaruppbyggingar. Lögð er áhersla á að þróa einfalt og skilvirkt regluverk á sviði faglegs eftirlits og viðskipta. Vísinda- og tækniráð gegnir stóru hlutverki við að auka samkeppnishæfni atvinnulífsins svo og opinberar stofnanir og háskólar. Hlutverk stjórnmálaafla er að veita forystu og hafa eftirlit með því að rannsókna- og þjónustuaðilar vinni að sameiginlegri atvinnustefnu.
    Atvinnustefnan miðast við að auka getu til nýsköpunar meðal fyrirtækja, atvinnugreina og opinberra aðila ásamt því að auka framleiðni í starfsemi fyrirtækja og opinberra stofnana.

Birtist í: 
  • Stjórnmál og stjórnsýsla, 6 (2) 2010, 41-61
ISSN: 
  • 16706803
Athugasemdir: 
  • Almenn grein
Samþykkt: 
  • 9.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9142


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
b.2010.6.2.3.pdf1.7 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna