en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/918

Title: 
 • Title is in Icelandic Íþróttafréttir í dagblöðum
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Í þessari rannsókn verður fjallað um mun á íþróttafréttaumfjöllun milli íþróttagreina í dagblöðum á Íslandi árið 2006. Tvö mest lesnu dagblöðin á þessu tímabili voru tekin fyrir, þ.e.a.s. Morgunblaðið og Fréttablaðið. Allar íþróttafréttir dagblaðanna voru mældar í dálksentímetrum frá 1. janúar 2006 – 31. desember 2006.
  Það hefur verið mikið í umræðunni síðustu ár að íþróttafréttum dagblaðanna séu ekki gerð nógu góð skil. Fjölmennustu íþróttagreinarnar taka allt pláss í fjölmiðlunum og aðrar umfangsminni greinar hverfa í samanburði. Tilgangur rannsóknarinnar var því sá að sýna fram á hversu mikill munur er á umfjöllun milli íþróttagreinanna og skoða þróun síðari ára.
  Megin niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að knattspyrna þekur rúmlega 53% íþróttafréttaumfjöllunar á Íslandi í dag, þar á eftir kemur handknattleikur með rúm 27%, körfuknattleikur með tæplega 8% og golf með rúmlega 5 %. Þetta er ekki í samhengi við fjölda þeirra sem iðka íþróttagreinarnar sjálfar og misvægið á milli umfjöllunar íþróttagreinanna og fjölda iðkenda er mikið.
  Þessi rannsókn er marktækari en þær sem áður hafa verið gerðar á sama efni á Íslandi þar sem hún nær yfir heilt ár og þar með öll tímabil íþróttagreinanna. Niðurstöðurnar er því hægt að nota til þess að styrkja fræðigrunn íþróttarannsókna á Íslandi. Hægt er að nota hana í samanburði við aðrar rannsóknir sem gerðar verða í framtíðinni, einnig gætu íþróttafréttamenn nýtt sér niðurstöðurnar til þess að bæta stöðu íþróttafrétta í dagblöðum á Íslandi.

Accepted: 
 • Sep 12, 2007
URI: 
 • URI is in Icelandic http://hdl.handle.net/1946/918


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Agrip.pdf32.36 kBOpenÁgrip PDFView/Open
fors.pdf63.75 kBOpenForsíða PDFView/Open
titils.pdf24.24 kBOpenTitilsíða PDFView/Open
Lokaverkefni.pdf555.71 kBOpenMeginmál PDFView/Open