is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Listkennsludeild / Department of Arts Education > Lokaritgerðir / Theses (MA, M.Art.Ed.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9184

Titill: 
 • Brúin á milli lista og rannsókna
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í þessari rannsókn kanna ég samhengið á milli listamannsins og fræðimannsins með það fyrir augum að reyna að skapa grundvöll fyrir umræðuna um listrannsóknir og aðferðarfræðina að baki þeim. Meginmarkmiðið rannsóknarinnar er að reyna að öðlast skilning á brúnni milli listar og fræða, en hugtakið „brú” nota ég á táknrænan hátt sem myndlíkingu fyrir listrannsóknir. Skoðuð er möguleg staðsetning listrannsókna í listgreinakennslu og rýnt í hvort aðferðarfræði þeirra sé verðugt verkfæri í kennslu.
  Í rannsóknarferlinu kynnti ég mér fræðiskrif og orðræðuna um listrannsóknir, skoðaði listamenn sem nýta aðferðarfræði listrannsókna, ásamt því að skoða listamenn sem beita því sem kalla má fræðileg vinnubrögð við listsköpun sína. Til að varpa ljósi á umfjöllunina tók ég opin viðtöl við nokkra listamenn og hafði til grundvallar í ferlinu. Samhliða þessari athugun vann ég að listsköpun sem hluta af niðurstöðu rannsóknarinnar til að leitast við að kynnast aðferðarfræðinni og möguleikum hennar.
  Rannsóknarferlið leiddi í ljós að vert er að kynna aðferðafræði listrannsókna fyrir nemendum í listaháskólum sem leið til að stækka og auðga „verkfærakistu” listamannsins. Listrannsóknir eru einnig áhugaverð viðbót við alla almenna kennslu og bjóða upp á kennslufræðilega nálgun sem gagnast getur nemandanum og leitt til dýpkunar og skilnings á honum sjálfum og þeim heim sem hann lifir í.

 • Útdráttur er á ensku

  In this research (study), I explore the relationship between the artist and scholar in the attempt to create a basis for discussion about artistic research and the method used behind them. The main objective is to try to understand the bridge between art and science, the term "bridge" I use symbolically as a metaphor for art research. Examined are various possibilities of introducing art research in art education and if their methodologies are a worthy tool in teaching.
  In the research process I familiarised my self with the academic writing and discourse on art research, looked at artists who use art research methodology, along with artists who use what might be called „scientific methods” in making their art. To shed light on the discussion, I took open interviews with several artists and made the interviews as a basis in the research process. Alongside this study, I created art as part of the conclusion of the study to get an understanding of it´s process and possibilities.
  The research process revealed that introducing students in The Icelandic Academy of the Arts to artistic research is of importance as a way to expand and enrich their „toolbox“ as artist.

Samþykkt: 
 • 10.6.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/9184


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf615.62 kBLokaðurHeildartextiPDF