Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/9186
Verkefnið er lokaverkefni við Háskólans í Reykjavík vorið 2011 sem unnið er í samstarfi við Teris. Verkefnið fólst í að smíða hugbúnað sem Teris mun bjóða bönkum til notkunar. Hugbúnaðurinn er forrit sem sett er upp í Android snjallsíma sem gerir notandanum kleift að framkvæma allar helstu heimabanka aðgerðir. Markmið verkefnisins var að smíða heimabankaforrit fyrir Android stýrikerfið sem keyrir í símanum sjálfum, smíða lausn sem leysir af hólmi auðkennislykil sem notaður er við auðkenningu og útbúa gagnvirk samskipti á milli banka og notanda. Auðkenningin er útfærð þannig að símanúmer notanda er notað til að votta símtækið og er svo notandinn sjálfur auðkenndur með fjögurra stafa auðkennisnúmeri. Gagnvirknin virkar þannig að banki getur sent tilkynningu á notanda þó að notandi sé ekki með forritið opið í símanum og notandi getur sent svar eða fyrirspurn á banka.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaskýrsla - Hópur6.pdf | 764.71 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |