en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/9196

Title: 
  • Title is in Icelandic Stuðningur við jákvæða hegðun. Inngripsmælingar í 4. -7. bekk í þremur grunnskólum vorið 2011
Submitted: 
  • June 2011
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Stuðningur við jákvæða hegðun (positive behavior support eða PBS) er heildstætt hegðunarstjórnunarkerfi til þess að sporna við hegðunarvanda nemenda í skólum og bæta lífsgæði þeirra. Kerfið er hægt að nota á einstaklinga eða innleiða það í menntastofnanir. Kerfið byggist í grófum dráttum á því að sýna á skýran hátt hverjar væntingar til hegðunar séu og hvetja til jákvæðrar hegðunar með því að veita æskilegri hegðun jákvæða athygli og beita viðeigandi afleiðingum þegar óæskileg hegðun kemur fram. Rannsóknir hafa sýnt að eftir að búið er að innleiða kerfið dregur úr óæskilegri hegðun og æskileg hegðun eykst. Árin 2008-2009 innleiddu þrír grunnskólar í Reykjanesbæ stuðning við jákvæða hegðun. Í þessari ritgerð er farið yfir inngripsmælingar sem gerðar voru í febrúar 2011 þar sem skoðuð var hegðun nemenda í 4. –7. bekk. Þessar mælingar eru hluti af stærri rannsókn sem hófst árið 2007, sem metur áhrif af stuðningi við jákvæða hegðun í þessum skólum.

Accepted: 
  • Jun 15, 2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9196


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BS ritgerð pdf.pdf1.56 MBOpenHeildartextiPDFView/Open