is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/920

Titill: 
 • Samspil holdafars, hreyfingar og þreks sjö ára grunnskólabarna í Reykjavík
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Þessi ritgerð fjallar um hreyfingu, þrek og holdafar sjö ára barna. Þátttakendur í verkefninu voru nemendur í öðrum bekk úr þremur grunnskólum í Reykjavík. Markmið verkefnisins var að kanna hvaða áhrif hreyfing, þrek og holdafar höfðu á hvert annað og munur á samspili þessara þátta á milli kynja kannaður. Eftirfarandi mælingarnar voru gerðar: Þyngdar- og hæðarmælingar til að finna út líkamsþyngdarstuðul. Heildarsumma húðfellinga var mæld með klípumælingum og þrek var mælt með stöðluðu þrekprófi og hreyfing var mæld með hreyfimælum.
  Þetta verkefni er aðeins lítið brot af umfangsmikilli íhlutunarrannsókn sem Erlingur Jóhannsson og fleiri (2006) vinna nú að og stendur sú rannsókn yfir í tvö ár, frá 2006-2008.
  Helstu niðurstöður verkefnisins voru þær að ekki fundust nein tengsl á milli hreyfingar og þreks annars vegar og hreyfingar og holdafars hins vegar. Aftur á móti fundust tengsl á milli holdafars og þreks og virðast börn sem eru í þyngra lagi hafa lélegra þrek heldur en börn í kjörþyngd. Drengir hreyfðu sig marktækt meira en stúlkur um virka daga og alla dagana í heild en ekki fannst marktækur munur á milli kynja um helgar.
  Offita og hreyfingaleysi á meðal barna er sífellt að aukast bæði á Íslandi og annars staðar og í kjölfarið hafa sprottið upp sjúkdómar tengdir þessu vandamáli. Mikilvægt er að vinna að öflugu heilsuverndarstarfi til að fyrirbyggja þau vandamál sem fylgja offitu og hreyfingaleysi. Einhvers konar vakning þarf að eiga sér stað í þjóðfélaginu um holla lífshætti, eins og um nauðsyn hreyfingar og mikilvægi kjörþyngdar.

Samþykkt: 
 • 13.9.2007
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/920


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
agusta_lokaritger.pdf493.07 kBLokaðurHeildartexti PDF