is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Listkennsludeild / Department of Arts Education > Lokaritgerðir / Theses (MA, M.Art.Ed.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9200

Titill: 
  • Fjársjóðskistan : grunnskólastarf í anda Reggio Emilia
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • 20 eininga lokaverkefnið mitt, Fjársjóðskistan, fjallar um hvernig hægt er að nota hugmyndafræði Reggio Emilia sem innblástur að skapandi og fjölbreyttri kennslu í grunnskóla. Ég stóð fyrir þemaviku í 5. bekk Grunnskóla Vestmannaeyja og markmiðið öðlast reynslu og þekkingu, prófa mig áfram og finna leiðir til þess að nota hugmyndafræði Reggio Emilia í grunnskóla. Hugmyndafræðin sem sem er viðhöfð í leikskólastarfi, var mótuð af kennaranemanum Loris Malaguzzi og á rætur sínar að rekja til norður-Ítalíu og er jafnframt nefnd eftir borginni Reggio Emilia. Í þemavikunni unnu nemendurnir að hugðarefnum sínum tengdum námsbókunum Komdu og skoðaðu: Sögu mannkyns og Frá Róm til Þingvalla. Unnið var í stöðvavinnu með aðferðum að eigin vali eins og t.d. leir, smíði, teikningu og blandaðri tækni. Markmiðið með verkefninu var auk þess að koma á fót skapandi efnisveitu í grunnskólanum sem er að einhverju leyti í takt við drög að nýrri Aðalnámsskrá grunnskólanna um menntun til sjálfbærrar þróunar. Og um leið kynna fyrir nemendum og starfsfólki skólans, tækifærin sem liggja í skapandi vinnu og verðlausum efnivið. Skapandi efnisveitan sem skírð var Fjársjóðskistan, var unnin út frá hugmyndafræði ReMidu sem er eitt af því sem hugmyndafræði Reggio Emilia hefur alið af sér. Einnig notaði ég þemavikuna til að safna efni og ljósmyndum sem kemur að góðum notum fyrir áframhaldandi vinnu.

  • Útdráttur er á ensku

    My 20 ECTS final project, The Treasure Chest is about the usage of the Reggio Emilia Philosophy as an inspiration to various creative teaching methods in primary schools. I established a theme week for 5th graders in Grunnskóli Vestmannaeyja and my aim was to gather some experience, knowledge and try different ways to use the Reggio Emilia philosophy in primary schools. The Philosophy which is used in preschools, was formed by Loris Malaguzzi, evolved in a small town called Reggio Emilia in North-Italy. During the theme week, students worked on projects related to the school textbooks about History and what interested them the most. The 5th graders worked in various workshops on their projects and by methods of choice, whether it was clay, drawing, construction or even mixed media. My goal was also to implement a creative reuse center to the school that would meet some of the expectations and standards, which the new Curriculum is about to set, on Education for sustainability. And meanwhile introduce staff and students to the endless possibilities of the reuse center and how discarded material can be used in creative work in schools. The creative reuse center which was named The Treasure Chest, was based on the ideology of ReMida which emerged from the Reggio Emilia philosophy in the nineties. I also used the theme week to gather materials and photographs that could be useful for possible ongoing work.

Samþykkt: 
  • 15.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9200


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf5.29 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna