is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > MPH Kennslufræði og lýðheilsudeild (-2013) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/9210

Titill: 
  • „Allt er breytingum háð” Þróun í hreyfingu, næringu og heilsuvitund ásamt heilsufarslegri ábyrgð
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Veturinn 2010-2011 var unnin rannsókn um þróun í hreyfingu, næringu og heilsuvitund ásamt áherslu á heilsufarslega ábyrgð. Haustönnin var nýtt til gagnaöflunar en vorönnin til úrvinnslu gagnanna og skráningu niðurstaðna. Markmið rannsóknarinnar var að fá upplýsingar um þróun og áherslur varðandi hreyfingu og næringu undanfarin 30 ár. Markmiðið var einnig að reyna að öðlast betri skilning á heilsuvitund almennings og hvernig hún hefur þróast á sama tíma. Í því augnamiði var reynt að fá fram vísbendingar um álit almennings og tiltekinna sérfræðinga á heilsueflandi þáttum og því hver ábyrgð einstaklinga á eigin heilsu ætti að vera í nútíma samfélagi. Við rannsóknina var notuð blönduð aðferðafræði, þar sem megindlegum gögnum var safnað með spurningakönnun og eigindlegum gögnum með viðtölum við sérfræðinga og rýnihópa almennings. Niðurstöður eigindlegrar rannsóknar voru settar fram í fjórum meginatriðum. Þau atriði voru helstu áherslur í hreyfingu á síðustu árum og til dagsins í dag, ásamt áherslum í næringu, þar sem einnig voru skoðaðar breytingar á neysluvenjum. Niðurstöður greina einnig frá heilsuvitund fyrr og nú að mati þátttakenda rannsóknarinnar og hver skoðun þeirra var á heilsufarslegri ábyrgð einstaklinga og samfélags. Niðurstöður eigindlegra og megindlegra gagna sýndu að mikillar fjölbreytni gætir í hreyfingu og næringu, þar sem þróun hefur átt sér stað smátt og smátt á síðustu 30 árum. Heilsuvitund almennings hefur aukist með breyttum áherslum, aukinni þekkingu og fjölskylduvænni stefnu. Samkvæmt þátttakendum rannsóknarinnar er aukin krafa á heilsufarslega ábyrgð einstaklinga sem þó ætti að vera háð samfélagslegum aðbúnaði.
    Lykilorð: Líkamsrækt, næring, heilbrigði, heilsuvitund, heilsufarsleg ábyrgð, heilsuefling, lífsstíl, sjálfsmynd.

  • Útdráttur er á ensku

    During the school year 2010-2011 a study was performed of trends in physical activity, nutrition, health awareness and health responsibility. The fall semester was used to collect data and information but the spring semester was spent on data processing and recording the results. The aim of this study was to gather information of changes in physical activity and nutrition in recent years, how rapid these changes have been, to gain a better understanding of the health awareness among participants and how it has evolved through the changes that have occurred. The purpose was also to provide an opinion of the public and health professionals on health related aspects and how and to what degree individuals should be responsible for their own health in modern society. Combined research methods were used, where quantitative data was collected using questionnaires and qualitative data through interviews with experts and focus groups. Qualitative research results were presented in four main themes. The themes were the focus on physical activity in recent decades, the main ones today along with the focus on nutrition and the change in consuming pattern. Results also tell us about health awareness now and before according to the opinion of the participants in the study and further more of their opinion on health and social responsibility of individuals. The results of both qualitative and quantitative data showed that high diversity remains, in physical activity and nutrition, where development has taken place gradually over the past 30 years. Health awareness has increased with changed priorities, increased knowledge and family-friendly policies. According to the participants, in the study, there is an increased demand that individuals should be more responsible for their own health but that should however depend partly on social conditions.
    Keywords: Physical activity, nutrition, health, health awareness, health responsibility, health promotion, lifestyle, self-image.

Athugasemdir: 
  • Lýðheilsufræði
Samþykkt: 
  • 15.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9210


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
skemman_lokaverkefni_pdf.pdf1,09 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna