is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9211

Titill: 
 • Tengsl einkenna sjúklinga sem greindust með ristilkrabbamein á Íslandi árabilið 1995-2004 við meinafræðilega þætti æxlanna
 • Titill er á ensku Symptoms of patients with colon cancer in Iceland 1995-2004 and their association with various pathological parameters
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Inngangur: Ristilkrabbamein eru um 8% allra illkynja æxla á Íslandi og næstalgengasta dánarorsökin af völdum krabbameina. Markmið þessarar rannsóknar var að athuga tengsl einkenna sjúklinga með ristilkrabbamein við meinafræðilega þætti og útbreiðslustig sjúkdómsins.
  Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afurvirk og lýðgrunduð. Allir sjúklingar sem greindust á Íslandi árabilið 1995-2004 samkvæmt Krabbameinsskrá Íslands komu inn í rannsóknina. Upplýsingar um einkenni og blóðgildi sjúklinga við greiningu voru fengnar úr sjúkraskrám sjúklinga en upplýsingar um meinafræðibreytur fengust úr fyrri rannsókn um meinafræði ristilkrabbameina á Íslandi.
  Niðurstöður: Alls voru 768 þátttakendur í rannsókninni, 422 karlar og 346 konur, meðalaldur við greiningu var 71 ár. Tæpur þriðjungur sjúklinga greindist ekki vegna einkenna, heldur fyrir tilviljun eða annarra sjúkdóma. Tæp 60% höfðu blóðleysi við greiningu, 53% höfðu sögu um blóð í hægðum (þ.e. sýnilegt/ferskt blóð) og tæp 65% breytingar á hægðavenjum. Alls 85% höfðu annað hvort blóð í hægðum eða blóðleysi við greiningu. Blóðleysi var hjá 75% sjúklinga með æxli hægra megin í ristli, en 41% ef æxlið var vinstra megin (p<0,05). Hærra hlutfall æxla vinstra megin tengdust blóði í hægðum (68% m.v. 41% (p<0,05) og breytingum á hægðavenjum 74% miðað við 57%, (p<0,05)). Samkvæmt fjölbreytugreiningu voru sjúklingar með blóð í hægðum allt að helmingi ólíklegri (OR=0,57, p<0,05) til að vera með sjúkdóm á hærri stigum, en sjúklingar með blóðleysi voru nær tvöfalt líklegri til að greinast á hærri stigum (OR=1,84, p<0,05). Blóð í hægðum tengdist frekar hagstæðum meinafræðiþáttum eins og lægri gráðu, ýtandi æxlisjaðri, minni ífarandi dýpt æxlis og bólgufrumuíferð í æxlisjaðri. Kviðverkir og bráðagreining tengdust óhagstæðari meinafræðiþáttum.
  Ályktanir: Langflestir hafa annað hvort blóð í hægðum eða blóðleysi við greiningu. Sjúklingar með blóð í hægðum við greiningu voru mun líklegri til að vera með mein á lægra útbreiðslustigi en aðrir með ristilkrabbamein. Blóð í hægðum tengdist hagstæðari meinafræðiþáttum. Kviðverkir og bráð einkenni tengdust óhagstæðari meinafræðiþáttum og blóðleysi hærra útbreiðslustigi. Skipuleg leit að blóði í hægðum gæti verið líkleg til að uppgötva hátt hlutfall ristilkrabbameina meðan þau enn eru viðráðanleg.

 • Útdráttur er á ensku

  Introduction: Colon cancer is the second most common cause of death of all malignant tumors in Iceland and currently accounts for 8% of all malignancies diagnosed. The aim of this study was to collect information on symptoms of patients diagnosed with colon cancer and relate this information to the pTNM-stage and other pathological parameters
  Material and Methods: This is a retrospective, population-based study. Information on all patients diagnosed with colon cancer in Iceland in 1995-2004 was obtained from the Icelandic Cancer Registry. Clincal data on symptoms of patients and blood hemoglobin were collected from patient files. The pathological parameters were derived from a previously performed pathological study on colon cancer in Iceland.
  Results: Participants were 768, 422 males and 346 females. Median age was 71 years. Nearly 60% had history of anemia at the time of diagnosis, 53% history of visible blood in stools and 65% had changes in bowel habits. Almost 85% had history of either blood in stools or anemia, or both. Almost 30% af the patients were not diagnosed because of the symptoms rather because of other diseases or incidental. Of those with right sided tumours 75% had anemia. Left sided tumours were associated with blood in stools (68% compared to 41% (p<0,05) and changes in bowel habits 74% compared to 57%, (p<0,05)). Multivariate analysis indicated that blood in stools was strongly associated with a lower TNM-stage (OR= 0,57, p<0,05) and anemia was strongly associated with a higher TNM-stage (OR=1,84, p<0,05). Blood in stools was associated with favorable prognostic factors like lower tumour grade, pushing tumour border, lower T-stage of tumour and lymphocytic invasion at tumour border. Abdominal pain and acute symptoms were associated with worse prognostic factors.
  Conclusion:. A history of either blood in stools or anemia, was found in the vast majority of patients. Blood in stools was associated with lower TNM-stage and favorable prognostic factors, whereas abdominal pain and acute symptoms where associated with worse prognostic factors and anemia associated with a higher TNM-stage. Organized screening for blood in stools is likely to be able to detect the majority of colon cancers at curable stage.

Styrktaraðili: 
 • Vísindasjóður Landspítala
Samþykkt: 
 • 15.6.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/9211


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Háskólaprent2.pdf898.39 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna