is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9213

Titill: 
  • Fæðuval og viðhorf til holdafars á meðal stúlkna í listdansi og fimleikum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi rannsókn er gerð í þeim tilgangi að kanna fæðuval og viðhorf til holdafars á meðal stúlkna sem stunda listdans og fimleika. Nám í listdansi og fimleikum er líkamlega og andlega krefjandi og mikilvægt að nemendur hugi vel að heilsu og mataræði. Í greinum eins og listdansi og fimleikum eru gerðar miklar útlits- og líkamskröfur, því getur verið meira áhætta á að stúlkur passi of mikið upp á mataræðið eða eigi erfitt með að halda viðeigandi þyngd sem getur síðan leitt til óánægju og ranghugmynda um eigið holdafar, og jafnvel átraskana. Rannsóknarspurningin er hvernig er fæðuval stúlkna í listdansi og fimleikum og hvaða viðhorf hafa þær til eigin holdafars? Þátttakendur voru 33 stúlkur sem stunduðu annaðhvort fimleika eða nám í listdansi. Lagður var spurningalisti fyrir þátttakendur um lífsstíl, matarvenjur og holdafar. Niðurstöður sýndu að fæðuvali og matarvenjum var ábótavant hjá meirihluta stúlknanna og flestar voru sammála því að þurfa meiri þekkingu um næringu og hollustu. Einnig kom í ljós að þrátt fyrir að stúlkurnar væru allar undir kjörþyngd eða í kjörþyngd vildu þær flestar léttast eða flokkuðu sig sem þunga. Fræðsla um næringu og mataræði, og hvatning til að huga vel að mataræðinu á heilsusamlegan hátt, er gríðarlega mikilvæg fyrir stúlkur í mikilli þjálfun.

Samþykkt: 
  • 15.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9213


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð, næring og heilsa, 2011-Bríet.pdf1.04 MBLokaðurHeildartextiPDF