is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9215

Titill: 
 • Samanburður á framförum í einkaþjálfun og fjarþjálfun hjá konum á aldrinum 35 - 55 ára
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknarinnar var svara spurningunni: Er munur á framförum í einkaþjálfun og fjarþjálfun hjá konum á aldrinum 35 – 55 ára? Undirspurningarnar voru síðan tvær: Hvaða áhrif hafa einkaþjálfun og fjarþjálfun á andlega heilsu? Og: Er einhver munur á aldurshópum?
  Mælingar voru notaðar til að skoða muninn á líkamsástandi þátttakenda fyrir og eftir íhlutun, ásamt spurningalista um breytingar á lífsgæðum þeirra. Í lok íhlutunar var einnig spurningalisti um ástundun þátttakenda og álit á rannsókninni. Úrtak rannsóknarinnar voru konur á aldrinum 35 – 55 ára. Þeim var skipt í tvo jafna hópa eftir aldri og líkamsástandi. Annar hópurinn stundaði einkaþjálfun (EÞH) og hinn hópurinn stundaði fjarþjálfun (FÞH). 32 konur (n=32) samþykktu þátttöku í rannsókninni, en 29 konur (n=29) luku henni.
  Helstu niðurstöður gefa til kynna að ekki sé marktækur munur á framförum á líkamsástandi í einkaþjálfun og fjarþjálfun hjá konum á aldrinum 35 – 55 ára. EÞH bætti sig að meðaltali aðeins meira en FÞH í öllum líkamlegum mælingum, sem voru þyngd, fituprósenta, ummál, hámarkssúrefnisupptaka og styrkur. Á niðurstöðum má sjá að bæting á andlegri heilsu var marktækt meiri hjá EÞH en FÞH þegar allir kvarðar HL-prófsins eru skoðaðir í heild (p≤0,001), en ekki var marktækur munur þegar hver einstakur kvarði prófsins var skoðaður. Niðurstöður spurningalista sem lagður var fyrir í lok íhlutunar sýna að þátttakendur í EÞH stunduðu æfingarnar betur, fannst þeir frekar hafa náð markmiðum sínum og voru almennt ánægðari með æfingarnar og þjálfunina í heild.
  Niðurstöður undirstrika að hreyfing bæði í formi einka- og fjarþjálfunar hefur ýmsa ávinninga en samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar bætir einkaþjálfun lífsgæði einstaklinga meira en fjarþjálfun. Gagnlegt og áhugavert væri að skoða muninn á framförum í einka- og fjarþjálfun yfir lengri tíma og með fleiri þátttakendur.

 • Útdráttur er á ensku

  Our main research objective was to discover if there was a notable improvement difference between personal training (PT) and online personal training (OPT), focusing on women between the ages of 35 and 55. We also had two different aspects that we wanted to find the answer to; What are the impacts of PT and OPT on mental health? And whether there is a difference between age groups.
  Our participants were all women between the ages of 35 and 55. They were divided into two even groups, based on age and physical status. One of the groups attended PT, while the other group did OPT. 32 women (n=32) agreed to participate, and 29 (n=29) completed the program. We recorded the physical status of our participants before as well as after our program, and then we also used questionnaires to better analyze whether there were changes in their physical and mental health. At the end of our program we had them fill out a questionnaire.
  Our research showed that there is not a notable difference in physical improvement between the women that attended PT and the women that did OPT. The women that had attended PT did however have a slightly higher improvement average when it came to physical status. Our research shows that improvements in mental health was significantly greater in the women that had attended PT when we look at the scales from the HL-test as a whole (p≤0,001), but there was not a notable difference when we looked at each scale separately. Based on the results from the end-of-program questionnaire, the women that attended PT had worked harder, felt that they had achieved their goals and were simply overall more content regarding the trainings and the program as a whole.
  Our results underline that there are significant benefits in exercising, both in the form of PT and OPT, but our research shows that PT is more successful in bettering the overall physical and mental health of an individual. It would be highly beneficial and interesting to compare improvements between PT and OPT over a longer period of time and recruiting a larger number of participants.

Athugasemdir: 
 • Markmið rannsóknarinnar var svara spurningunni: Er munur á framförum í einkaþjálfun og fjarþjálfun hjá konum á aldrinum 35 – 55 ára? Undirspurningarnar voru síðan tvær: Hvaða áhrif hafa einkaþjálfun og fjarþjálfun á andlega heilsu? Og: Er einhver munur á aldurshópum?
Samþykkt: 
 • 15.6.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/9215


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð - Eyrún og Lilja.pdf1.98 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna