Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/9216
Í íslensku samfélagi hefur lýðræði fest sig vel í sessi þrátt fyrir stuttan sögu ef svo má að orði komast. Ísland bar gæfu til að fá lýðræðið í vöggugjöf og hefur það þróast með þeim þjóðfélagsbreytingum sem að hafa átt sér stað á umræddu tímabili. Helstu breytingarnar voru við lok 19. aldar og byrjum 20. aldar þegar að nýir atvinnuhættir fóru að taka á sig mynd vegna tækniframfara. Í þessari ritgerð verður lýðræðið skoðað sem hugtak í stjórnmálafræði og þá aðallega hvernig beint lýðræði og fulltrúalýðræði samtvinnast á Íslandi. Einnig er þróun þjóðfélagsins skoðuð með tilliti til félagsmyndunar á Íslandi og þá einkum myndun verkalýðshreyfingarinnar. Sýnt verður fram á tengslin á milli lýðræðis og starfsemi verkalýðsfélaga og hvernig styrkur þeirra eykst þegar að verkalýðsflokkur er kjörinn á þing. Þrátt fyrir að Ísland hafi verið undir danakonungi og seinna danaveldi hafði beint lýðræði innan félagsamtaka átt góðu gengi að fagna og var það einskær áhugi almennings að það næði einnig góðri fótfestu á stærra sviði í framtíðinni. Þeirra barátta og metnaður fyrir sterku lýðræði varð m.a. til þess að beina lýðræðið var tekið upp á ýmsum stigum innan ríkissins þegar leið á 20. öldina.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Anna Úrsúla PDF.pdf | 333.58 kB | Lokaður | Heildartexti |