is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9220

Titill: 
 • Út með okkur! Við verðum enn betri vinir : áhrif útivistar á félashæfni og hegðun leikskólabarna
Námsstig: 
 • Bakkalár
Höfundur: 
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Lífsmynstur nútímans þvingar menn til þess að eyða stærstum hluta tímans innilokaðir í manngerðu umhverfi, svo sem skólum, skrifstofum, veitingahúsum, spítölum, líkamsræktarstöðvum og svo framvegis. Það er því orðið tímabært að menn uppgötvi náttúruna upp á nýtt og finni þá ánægju að dvelja í óbyggðum og stunda útivist á fleiri vegu.
  Félagsmótun og hegðunarstjórnun skipta gífurlegu máli sem undirbúningur fyrir skóla og lífið sjálft og skipa því stóran sess í uppeldi barna.
  Rannsókn þessi var gerð á vegum leikskólans Álfheima. Markmið hennar var að kanna áhrif aukinnar útivistar, í formi skógarferða, á félagshæfni og hegðun fimm ára leikskólabarna. Rannsakaðir voru fjórir fimm ára drengir (n=4).
  Niðurstöðurnar voru jákvæðar, sérstaklega hvað félagshæfni varðar þar sem samræmi var á milli vettvangsathugunar sem rannsakandi framkvæmdi og spurningalistanna sem kennarar og verkefnastjóri útikennslu útfylltu. Allir drengirnir fjórir sýndu merki um bætta félagshæfni eftir átta vikna íhlutun. Einnig voru niðurstöður í sambandi við hegðun drengjanna jákvæðar þótt munur hafi verið milli niðurstaðna spurningalistanna og vettvangsathugunarinnar. Samkvæmt kennurunum og verkefnastjóra bættu einungis tveir drengir (B og C) hegðun sína varðandi Tilfinningavandastig (ESS) og Hegðunarerfiðleikastig (CPS) og einn drengur (D) bætti hegðun sína hvað Ofvirknistig (HS) varðar eftir átta vikna íhlutun. Rannsakandi telur á hinn bóginn að allir drengirnir hafi bætt hegðuna sína hvað varðar Hegðunarerfiðleikastig (CPS) og Ofvirknistig (HS).
  Niðurstöður þessarar rannsóknar eru mikilvægar því að þær sýna fram á að aukinn fjöldi skógarferða stuðlaði að betri félagshæfni og minnkaði hegðunarerfiðleika drengjanna.

 • Útdráttur er á ensku

  Contemporary lifestyle forces people to spend most of their time confined in artificial enviormernts such as schools, offices, restaurants, hospitals and gyms. Therefore it is high time for people to discover Nature again and feel the joy of spending more time outdoors.
  Social moulding and the capability to control one´s behaviour are of great importance in the preparation for school as well for life itself and therefore play a very important role in children´s education.
  This research was done at a request of the kindergarten Álfheimar (at Selfoss). Its purpose was to look at the influence that increased outdoors activities, such as time spent in the woods, has on the social skills and behaviour of five year old children in kindergartens. Four five years old boys (n=4) were the subjects of the research.
  The results of the research were positive, especially regarding social skills since findings based on the observations of the researcher were in accordance with data from the questionnaires filled in by teachers and the person responsible for outdoor activities. All of the four boys showed signs of improvement in social skills after eight weeks intervention. Results regarding childrens‘ behaviour were also positive although there was some difference between the questionnaire results and the observation. According to the teachers and the person responsible for outdoors activities only two boys (B and C) improved their behaviour regarding Emotional Symptoms Score and Conduct Problems Score and one boy regarding Hyperactivity Score after eight weeks intervention. The researcher, on the other hand, is of the view that all the four boys improved their behaviour regarding Conduct Problems Score and Hyperactivity Score.
  The results of the research are important because they prove that time spent in the woods results in improved social skills and reduced the boys‘ behavioural difficulties.

Athugasemdir: 
 • Áhrif aukinnar útivistar, í formi skógarferða, á félagshæfni og hegðun fimm ára leikskólabarna. Rannsakaðir voru fjórir fimm ára drengir (n=4).
Samþykkt: 
 • 16.6.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/9220


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kápa - Út með okkur! Við verum enn betri vinir.pdf14.71 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
Titilsíða.pdf75.65 kBOpinnTitilsíðaPDFSkoða/Opna
Meginmál.pdf517.41 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna
Fylgiskjöl.pdf464.79 kBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna