is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/9222

Titill: 
  • Er nauðsynlegt að hafa verið hestur áður en maður verður knapi? Áhrif leikmannaferils á þjálfara
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur verkefnisins var að rannsaka mikilvægi leikmannaferils hjá þjálfara. Hversu mikilvægt er fyrir þjálfara að eiga farsælan leikmannaferil að baki? Hversu mikla eða litla trú hafa leikmenn á þjálfara hafi þeir vitað að hann hafi ekki leikið á háu stigi? Telja þjálfarar að leikmenn hafi mikla eða litla trú á þjálfara hafi þeir vitað að hann hafi ekki leikið á háu stigi? Hvaða þættir eru mikilvægastir í fari þjálfara? Hvaða þætti telja leikmenn mikilvægasta? Hvaða þætti telja þjálfarar mikilvægasta? Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu fram á að leikmönnum í efstu og 1. deild karla þykir mikilvægt að þjálfarar hafi átt farsælan leikmannaferil, leikið á háu stigi. Leikmenn hafa hvorki mikla né litla trú á þjálfara, viti þeir að hann hafi ekki verið góður leikmaður á sínum keppnisferli. Þau fjögur atriði sem leikmenn telja mikilvægust í fari þjálfara eru agi, samskipti, skipulag og þekking. Þjálfarar nefndu sömu fjögur atriðin. Niðurstöður sýndu fram á að viðhorf þjálfara gagnvart leikmannaferils þjálfara virðist fara eftir því hvort þjálfarar hafi sjálfir átt leikmannaferil á háu stigi. Svipaðar niðurstöður mátti sjá þegar þjálfarar voru spurðir hversu mikið þeir töldu að leikmannaferill þjálfara skipti leikmenn.

Samþykkt: 
  • 16.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9222


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSc LOKAVERKEFNI.pdf595.71 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Forsíða.pdf28.86 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna