is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild / Department of Engineering >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9223

Titill: 
  • Líkamshreystipróf ungmenna, 8. 9. 10. bekk grunnskóla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er um líkamshreystipróf sem meta líkamsástand ungmenna. Aldursbilið sem varð fyrir valinu eru grunnskólanemendur í 8. 9. og 10. bekk. Gerð var heimildarannsókn um helstu líkamshreystipróf fyrir það aldursbil vorið 2011. Ein af niðurstöðum heimildarannsóknar sem kom í ljós var að mestu máli skiptir að líkamshreystiprófið innihaldi mælingar á loftháðuþoli. Unglingar með gott loftháð þol greinast síður með kransæðasjúkdóm, háþrýsting, sykursýki tvö sem og aðra langvinnandi hrörnunarsjúkdóma. Aftur á móti á unglingur í ofþyngd auka hættu á að greinast með fyrr greinda sjúkdóma síðar á ævinni. Mestu máli skiptir að líkamshreystiprófið sé fólgið í mælingum á loftháðu þoli en til að fá betri mynd á formi nemendanna er mælt með því að prófið samanstandi einnig af mælingum á hraða/fimi, styrk og liðleika. Samsettu líkamshreystiprófin PCPFS Fitness, Deutcher Motorik Test og Eurofit eru próf sem mæla þessa þjálfunarþætti. Þau próf sem mælt er með og gefi góða mynd af líkamsástandi ungmenna í 8. 9. og 10. bekk og henta íþróttakennslu hér á landi eru fjölþrepaprófið, uppsetur, armbeygjur og réttur, langstökk án atrennu, stutt spretthlaup og teygt fram á kassa.

Samþykkt: 
  • 16.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9223


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
RÉTTA! Lokaritgerð Valdísar Lilju Andrésdóttur.pdf2.35 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Handbókin.pdf1.12 MBOpinnViðaukiPDFSkoða/Opna