en English is Íslenska

Thesis Reykjavík University > Tækni- og verkfræðideild > BSc verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/9227

Title: 
  • Title is in Icelandic Skipulag þjálfunar afrekssamkvæmisdansara á Íslandi í samanburði við Danmörku
Submitted: 
  • June 2011
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Hvernig er skipulag þjálfunar afrekssamkvæmisdansara á Íslandi miðað við í Danmörku? Þetta var viðfangsefni eigindlegu og megindlegu rannsóknar sem ritgerðin fjallar um. Vitað er til þess að danskir afrekssamkvæmisdansarar standa mjög framarlega í þessari íþróttagrein miðað við íslenska og því var gaman að skoða hvort dönsku afrekssamkvæmisdansararnir skipuleggðu sína þjálfun öðruvísi. Er eðlilegt að halda því fram að danskir afrekssamkvæmisdansarar skipuleggi þjálfun sína betur en íslenskir afrekssamkvæmisdansarar? Ekki er vitað til þess að áður hafi verið gerð rannsókn um þetta viðfangsefni.
    Þátttakendur rannsóknarinnar voru 20 afrekssamkvæmisdansarar, 10 bestu afrekssamkvæmisdansararnir frá Íslandi og 10 frá Danmörku. Spurningalisti með 18 spurningum var lagður fyrir þátttakendur og niðurstöður greindar. Einnig voru viðtöl með hálfopnum spurningum tekin við fjóra afreksdansarar, tvo frá Íslandi og tvo frá Danmörku. Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á hvernig skipulag þjálfunar er hjá íslenskum sem og dönskum afrekssamkvæmisdönsurum. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að dönsku afrekssamkvæmisdansararnir æfa frekar fram eftir aldri, oftar í viku, taka þátt í fleiri keppnum á ári, æfa meiri tækni, taka fleiri einkatíma á viku og skipuleggja þjálfun sína aðeins skipulagðara en íslenskir afrekssamkvæmisdansarar. Dönsku afrekssamkvæmisdansararnir stóðu íslensku afreksdönsurunum framar í flestu en þó eru löndin nokkuð jöfn hvað varðar skipulagningu þjálfunnar. Marktækur munur á milli landa kom fram í 3 spurningum af 18 í spurningalistanum.

Description: 
  • Description is in Icelandic Íþróttafræði
Accepted: 
  • Jun 16, 2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9227


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
lokaverkefnið.pdf1.44 MBOpenHeildartextiPDFView/Open