Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/9230
Í verkefninu þessu er farið yfir helstu þætti sem tengjast börnum og hreyfingu og spjótum beint að hreyfingu barna á leikskólaaldri 2-6 ára. Farið er í helstu þætti hreyfihegðunar og hreyfiþroskans og þá þætti sem hafa áhrif. Upphaf og markmið heilsuleikskólanna, Heilsustefnunnar og Heilsubókarinnar eru skoðuð. Heilsubókin er skráningar og matstæki sem kennarar við heilsuleikskóla nota. Heilsubókin inniheldur skráningarblöð sem lúta að þroska og færni barnsins. Í bókina eru gerðar skráningar um heilsufar, fjarveru vegna veikinda, hæð og þyngd, næringu og svefn, félagsfærni/lífsleikni, leik, þróun í myndsköpun og hreyfingu. Hreyfingahlutinn er einn hluti Heilsubókarinnar og er sá hluti sem verkefnið beinist að.
Að lokum er farið yfir hreyfingahluta Heilsubókarinnar og hann skoður og borinn saman við Brigance þroskaskimunina sem notast er við á heilsugæslustöðvum landins. Samanburður var gerður á þessum tveimur tækjum sem bæði eru notuð til að fylgjast með hreyfiþroska barnsins. Helstu niðurstöður eru nokkrar tillögur um breytingar ásamt því að tími sé kominn til að gera hreyfingahluta Heilsubókarinnar að stöðluðu matstæki. Tillögur um breytingar komu frá höfundi ásamt því að fjallað er um niðurstöður spurninga er sendar voru þeim fagaðilum sem nýta sér hreyfingahlutann við sína vinnu. Svör voru tekin saman og farið yfir athugasemdir er komu að hreyfingahlutanum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaritgerð_HildurBJonsdottir.pdf | 382.34 kB | Lokaður | Heildartexti |