is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Tækni- og verkfræðideild (-2019) / School of Science and Engineering >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9232

Titill: 
  • Jóga : Sögulegt yfirlit, samantekt um helstu áhrif og tillögur til frekari nýtingar í íslensku þjóðfélagi.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er farið yfir sögufræðilegan bakgrunn jógafræðanna. Þar er rætt um fyrstu handrit sem staðfesta að hluta til fullyrðingar um jógafræðin eigi sér nokkur þúsund ára sögu. Aftur á móti sýna sömu handrit að sú nálgun á jóga sem helst þekkist nú á dögum, svokallaðar líkamsstöður, er um 600 ára gömul fræði. Hér er líka yfirlit um helstu jógastíla sem þekkjast á vesturlöndum. Þar er farið yfir helstu áherslur hvers stíls og mögulegan ávinning fyrir iðkenndur. Samkvæmt þeirri úttekt er hægt að finna jógastíla sem virka fyrir fjölbreytan hóp af fólki. Að auki er gerð fræðileg úttekt á virkni jógaæfinga þar sem farið er yfir niðurstöður rannsókna víðsvegar að. Samkvæmt þeim rannsóknum geta jógaæfingar haft jákvæð áhrif á hjarta og æðakerfi, aukið liðleika, aukið stöðugleika liðamóta. Öndunaræfingar og hugleiðsla tengt jógaæfingum hafa sýnt jákvæð áhrif á sefkerfi líkamans sem er það kerfi sem virkar í slökun og ró. Þar koma fram aukin súrefnisnýting, lækkuð öndunartíðni, hægari hjartsláttur og aukin losun mjólkursýru úr blóði. Í lokin er svo fjallað um framtíðarmöguleika við nýtingu jógaæfinga. Kastað er fram tillögum um nýtingu hugleiðslu í grunnskólum og hvernig íþróttafræðingar geti dregið þekkingu úr jógafræðum til að nýta sér við almenna heilsu-eða íþróttaþjálfun.

Samþykkt: 
  • 16.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9232


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
bs ritgerð lokaútgáfa.pdf561.36 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna