is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Tækni- og verkfræðideild (-2019) / School of Science and Engineering >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9237

Titill: 
  • Stöndum upp af stólunum! könnun á viðhorfi kennara á að auka hreyfingu nemenda í kennslustundum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Megin umfjöllunarefni þessarar ritgerðar er mikilvægi reglulegrar hreyfingar fyrir börn á skólaaldri. Þá er fjallað sérstaklega um áhrif hennar á námsárangur nemenda. Markmiðið var að komast að því hverjar eru hindranir aukinnar hreyfingar grunnskólanema í kennslustundum og hvert er viðhorf kennara og skólastjórnenda gagnvart henni. Eigindleg viðtöl voru tekin við þrjá kennara og einn skólastjóra og megindlegur spurningalisti með einni hálfopinni spurningu lagður fyrir kennara í tveimur grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu. Rannsóknin fór fram á tímabilinu 1.-15. apríl 2011. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að kennarar séu almennt jákvæðir gagnvart því að stuðla að aukinni hreyfingu nemenda í kennslustundum. Helstu hindranirnar samkvæmt rannsókn höfundar og erlendum rannsóknum eru tímaskortur og skortur á stuðningi yfirmanna. Það þarf þó ekki að kosta mikla fyrirhöfn og hreyfistundin þarf ekki að taka langan tíma ef kennari skipuleggur hana fyrirfram eða nýtir sér tilbúið námsefni. Með góðu skipulagi og tilbúnu kennsluefni sem nýtist í hreyfistund ætti tímaskortur ekki lengur að vera hindrun fyrir kennara. Í lok ritgerðar setur höfundur fram hagnýtar ráðleggingar til kennara sem vilja auka hreyfingu nemenda sinna í kennslustundum.

Samþykkt: 
  • 16.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9237


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
heildarskjal 9 mai.pdf537.9 kBLokaðurHeildartextiPDF

Athugsemd: Ég vil að kafli 4. verði lokaður fyrir öllum en annað má opna 18. júní.