is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/924

Titill: 
  • Tengsl hreyfiþroska við þrek, líkamsþyndgarstuðul og lestur 7 ára barna : stuðst er við niðurstöður úr lífsstílsrannsókn 7-9 ára
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar rannsóknar var að skoða samband hreyfiþroska við líkamsþyngdarstuðul (BMI), þrek og lestur. Rannsóknaraðferðin var megindleg, með 54 þátttakendum, sem voru 7 ára gömul börn, stúlkur og strákar, í tveimur grunnskólum í Reykjavík.
    Hreyfiþroskaprófið Test of Motor Competence, TMC, var notað til að meta hreyfiþroska þátttakenda. Það er saman sett af fimm æfingum (áttuhlaup, jafnvægisganga, baunapokakast, raða 12 kubbum í lengju og raða 16 kubbum á spjald).
    Til að skoða BMI og þrek voru fengnar niðurstöður úr lífstílsrannsókn sem nú er í gangi og byggir á þrekprófi og líkamsþyngdarstuðli 7-9 ára barna. Rannsókninni lýkur árið 2008.
    Til að leggja mat á lestrarkunnáttu var niðurstaða lestrarprófa fengin frá skólunum.
    Niðurstöðurnar gefa til kynna að ekki sé marktækt samband milli hreyfiþroska, BMI, þreks og lesturs. Vísbendingar eru þó til staðar á milli þreks og hreyfiþroska. Samband var á milli þreks og BMI á þann veg að þeir sem voru þyngri voru lægri í þreki. Það kom í ljós að börn með minna þrek lásu hraðar en þau börn sem voru með meira þrek. Marktækur munur var á milli skólanna í þreki. Þegar skoðaðir voru 7 einstaklingar sem komu best og verst út úr hreyfiþroskaprófinu kom í ljós að sterkara samband var á milli þreks og BMI. Ekki var samband á milli lesturs og þreks þegar búið var að taka þessa einstaklinga út.
    Ályktun sem hægt er að draga af þessari rannsókn er að vert er að skoða sérstaklega betur þann hóp sem skorar verst á hreyfiþroskaprófinu með tilliti til hvort hægt sé að fyrirbyggja vandamál sem hljótast af því að vera eftir á í hreyfiþroska.

Samþykkt: 
  • 13.9.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/924


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Halldora_Bjork_Emil_Gunnarsson_Bs.pdf396.79 kBOpinnHeildartexti PDFSkoða/Opna