en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/9243

Title: 
  • Title is in Icelandic Hvað skiptir máli við flutning úr leikskóla í grunnskóla? : sjónarhorn barna, foreldra og kennara
Submitted: 
  • April 2011
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Flutningur milli skólastiga er mikilvæg tímamót í lífi barns og fjölskyldu þess og hefur miklar breytingar í för með sér. Í þessari ritgerð verður fjallað um hvað skiptir máli við flutninginn úr leikskóla í grunnskóla og er það skoðað út frá þremur sjónarhornum, barna, foreldra og kennara. Gerð er grein fyrir fáeinum hugtökum sem tengjast skilunum á milli skólastiganna ásamt því að skýrt er frá hugmyndum fræðimanna um tengslin milli skólastiga. Áherslur Aðalnámskráa leik- og grunnskóla verða skoðaðar og bornar saman ásamt því að fjallað verður um drög væntanlegra Aðalnámskráa í samanburði við núgildandi námskrár. Skoðaðar verða rannsóknir á viðhorfum barna, foreldra og kennara til flutningsins milli skólastiga. Niðurstöður þeirra leiða í ljós að börn gera skýran greinarmun á leik- og grunnskólum. Börnin ásamt foreldrunum kvíða væntanlegri skólagöngu og að takast á við óþekktar aðstæður. Það er því hlutverk kennara að leita leiða til þess að stuðla að samfellu og samvinnu milli skólastiganna þannig að bæði börn og foreldrar upplifi flutninginn á jákvæðan hátt.

Accepted: 
  • Jun 16, 2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9243


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Lokaskil_B Ed _AR_2011.pdf269.05 kBOpenHeildartextiPDFView/Open