en English is Íslenska

Thesis Agricultural University of Iceland > Auðlindadeild > B.S. verkefni - Auðlindadeild >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/9251

Title: 
  • is Hófar íslenskra hrossa: samanburður hófa reið- og kynbótahrossa
Submitted: 
  • May 2011
Abstract: 
  • is

    Megin markmið verkefnis var að taka saman upplýsingar um járningar og hófa reiðhrossa (n=89) og hrossa sem sýnd voru í kynbótadómi (n=463). Skoðað var jafnframt gagnasafn yfir meðal hóflengdir úr 478 kynbótasýningum í 13 löndum á árunum 2000-2010, þar sem alls voru sýnd 25972 hross. Samkvæmt niðurstöðum eru hófar íslenskra hesta frekar sporöskjulaga að lögun, þ.e. frekar lengri frá tá aftur á hæl en á breidd. Meðaltal tálengdar er 7,7 cm á framan, en 7,5 cm að framan. Meðalhalli táar er 51,2° fyrir framhófa og 51,7° fyrir afturhófa. Meðal munur á halla táar og hæls reyndist vera 3,3° fyrir framhófa og 5,9° fyrir afturhófa.
    Skoðað var hvort mismunandi járningar og hóflag tengist einkunnum hrossa í kynbótadómi og ágripum. Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að marktækur munur er á stærð hófa reiðhrossa sem járnuð eru í grunnstöðu og hófa kynbótahrossa. Einnig var marktæk fylgni á milli hófstærðar og byggingaeinkunna fyrir hófa og á milli hófstærðar og flestra hæfileikaþátta. Þannig voru hross með lengri hófa með marktækt hærri dóma fyrir tölt, brokk, fet, hægt tölt, hægt stökk og fegurð í reið. Aftur á móti reyndist vera neikvæð fylgni á milli hófstærðar og einkunna fyrir skeið. Marktækur munur var á stærð hófa þeirra hrossa sem fengu jákvæðar umsagnir á dómblaði í kynbótadómi og þeirra sem fengu neikvæðar umsagnir. Meðalhóflengd kynbótahrossa hafði ekki breyst á árabilinu 2000-2011, en marktækur munur reyndist á milli árstíma sýninga og á sýningarlöndum, en lengstu hófarnir virðast hafa verið á hrossum sýndum á Íslandi og í Þýskalandi. Samkvæmt samanburði á reiðhrossum og kynbótahrossum má draga þá ályktun að meta þurfi þau mörk sem eru á því hversu mikið hægt er að nota aukna hófstærð sem hjálpartæki við þjálfun, keppni og sýningar.

Accepted: 
  • Jun 20, 2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9251


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BS_verkefni_Sigurður_Torfi_Sigurðsson.pdf354.38 kBOpenPDFView/Open