is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlindadeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Auðlindadeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9253

Titill: 
  • Mat á frjósemieiginleikum kynbótanauta
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ræktunarstarf í íslenska mjólkurkúakyninu þarf að taka stöðugum framförum og endurskoða þarf kynbótaskipulag reglulega og leita leiða til að bæta mat á mikilvægum eiginleikum. Miklar framfarir hafa náðst fyrir afurðum kynsins en svo virðist sem frjósemieiginleikinn hafi ef til vill setið eftir. Markmið verkefnisins var að kanna hvort hægt væri að nota eiginleika hjá kynbótanautum til að leggja mat á frjósemi þeirra. Gagnasafn var unnið úr gagnaskrám Nautastöðvar Bændasamtaka Íslands. Gögn voru sótt fyrir 156 naut og innihélt hreinsað gagnasafn 3.195 færslur um 152 naut. Auk þess var aflað heimilda um möguleika til að bæta mat á frjósemi íslenskra kynbótanauta. Erfðastuðlar fyrir magn sæðis, þéttleika sæðis og fjölda frystra stráa voru metnir þar sem föst hrif voru fæðingarár nautanna, sæðistökutímabil, fjöldi sæðistaka og aldur nauta í mánuðum. Niðurstöður leiddu í ljós að allnokkur breytileiki er til staðar í þeim eiginleikum sem kannaðir voru hjá nautunum. Mat á arfgengi fyrir alla sæðiseiginleikna var lágt en mat á magni sæðis var að nokkru leyti sambærilegt erlendum erfðastuðlum. Arfgengi fyrir þéttleika sæðis og fjölda frystra stráa eftir sæðistöku var einnig lágt. Aldur nautanna, árstími sæðistöku og fæðingarár nautanna höfðu áhrif á sæðiseiginleikana. Veikleikar eru í skráningu á kynvilja kynbótanautanna og þarf að leita leiða til að meta kynvilja nautanna betur, jafnframt til að reyna að koma böndum á þau vandamál sem tengjast lélegum kynvilja nauta á undanförnum árum.

Samþykkt: 
  • 20.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9253


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_ritgerð_Jóna_Björg.pdf1.14 MBOpinnPDFSkoða/Opna