Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/9255
Minnkandi frjósemi í kúm er vaxandi vandamál í heiminum í dag og menn keppast við að komast til botns í því hvað veldur þessari frjósemislækkun. Margir þættir geta valdið lélegri frjósemi, s.s. sjúkdómar og sýkingar, neikvætt orkujafnvægi eftir burð og stress auk þess sem minnkandi beiðsliseinkenni minnkar líkurnar á því að bóndinn sæði kúnna á réttum tíma. Þannig lengist bil milli burða óhjákvæmilega. Frjósemi í kúm er hægt að mæla á margskonar hátt – t.d. með bilmælingum á borð við bil milli burða eða bil frá burði að fyrstu sæðingu. Hana er líka hægt að meta með fanghlutfalli við fyrstu sæðingu eða sem hlutfall þeirra kúa sem ekki ganga upp innan ákveðins fjölda daga eftir sæðingu. Þá er einfaldlega hægt að telja fjölda sæðinga sem þarf til að koma kálfi í kúnna. Þessar mælingar hafa alla jafna lágt arfgengi en í þessari rannsókn reyndist það vera á bilinu 0,03-0,09; hæst fyrir aldur við fyrstu sæðingu en lægst fyrir bil frá burði að fyrstu sæðingu. Þá fannst bæði neikvæð og jákvæð erfða- og svipfarsfylgni milli ólíkra eiginleika sem gæti nýst við útreikninga á frjósemi. Þegar skoðað var hvaða föstu hrif hefðu mest áhrif á frjósemi kom í ljós að framleiðslubú hefur langmest áhrif, þó fæðingarár kýrinnar og mjaltaskeið hafi einnig áhrif.
Frjósemi í íslenska kúastofninum er í dag metin sem bil milli burða en hugsanlega eru til aðrar mælingar sem henta betur en til þess þarf skráning og skýrsluhald að batna.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS-ritgerð Jóna Þórunn Ragnarsdóttir.pdf | 805.3 kB | Opinn | Skoða/Opna |