Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/9256
Áhrif þverunar Borgarfjarðar með Borgarfjarðarbrú fyrir 30 árum er viðfangsefni þessarar rannsóknar og er um að ræða endurtekningu á sambærilegri úttekt sem gerð var árið 1973. Markmið rannsóknarinnar er tvíþætt; annars vegar að kanna breytingar í í fjörulífi og hins vegar að mæla breytingar í kornastærðardreifingum. Tegundafjölbreytileiki er borinn
saman,heildarlífþyngd, þéttleiki á einstökum svæðum og þéttleiki einstakra tegunda. Tekin voru 60 fjörusýni á 30 stöðvum og dýr greind til tegunda eða hópa. Fjöldi og þyngd reiknað á m2 í öllum tilfellum og borið saman við fyrri rannsókn. Kornastærðarsýni voru tekin á hverri stöð og kornastærðardreifing borin saman við fyrri rannsókn. Lífríki hefur breyst með tilkomu Borgarfjarðarbrúar. Tegundafjölbreytileikinn er minni, færri
hafrænar tegundir eru á svæðinu, og þéttleiki einkennistegundarinnar er meiri á einstökum svæðum. Heildarlífþyngd hefur minnkað um helming og landrænar tegundir hafa komið inn í litlum mæli. Þrenging vegna brúarinnar hefur valdið því að ferskvatn helst lengur ofan við brú og hindrar sjávarföll upp fjörðinn sem gerir ferskvatnsáhrif í firðinum meiri. Brúin hægir á útrennsli Hvítár sem veldur uppsöfnun efna ofan við brú og framrennsli sands út fjörðinn er minna. Meðalkornastærð er mjög marktækt grófari á öllum svæðum fjörunnar
og silt eða leirufjörur eru ekki lengur á svæðinu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
HRAFNHILDUR_TRYGGVADOTTIR_BS.pdf | 1.37 MB | Opinn | Skoða/Opna |