is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/926

Titill: 
  • Ég á tvær mömmur og engan pabba
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Kveikja þessa verkefnis var sú að á haustönn 2006 sóttu höfundar tíma í námskeiðinu Menning og samfélag hjá Höllu Jónsdóttur og skrifuðu á því námskeiði heimildaritgerð er fjallaði um samkynhneigðar fjölskyldur. Sú vinna kveikti áhuga höfunda á að rannsaka efnið enn frekar og dýpka sig í því. Afraksturinn er lokaverkefni það sem hér er kynnt. Verkefnið er þríþætt. Fyrsti hluti verkefnisins er ígrunduð fræðileg heimildaritgerð um samkynhneigð og samkynhneigðar fjölskyldur. Annar hluti verkefnisins inniheldur náms og kennsluáætlun fyrir leikskólabörn er miðar að því að auka samkennd, umburðarlyndi og víðsýni gagnvart ólíkum einstaklingum og hópum í samfélaginu. Þriðji hluti verkefnisins inniheldur frumsamda barnabók og handbrúðu sem bæði eru hugsuð sem kennslutæki og einnig sem viðbót við barnabókaflóru leikskólanna, þannig að ekki er nauðsynlegt að vinna með námsáætlunina, barnabókina og handbrúðuna samtímis nema þess sé óskað. Á saurblaði barnabókarinnar má finna vefslóð sem vísar á lokaverkefnið og námsáætlunina í heild sinni.
    Það er einlæg von okkar að umfjöllun um efnið veki leikskólakennara og aðra sem láta sig uppeldi barna varða, til umhugsunar um mikilvægi þess að rjúfa þá þögn er ríkir um samkynhneigðar fjölskyldur og aðra þá sem ekki falla undir skilgreininguna norm, samkvæmt orðabók samfélagsins.
    Lykilorð: Ólíkar fjölskyldugerðir

Samþykkt: 
  • 13.9.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/926


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ég á tvær mömmur og engan pabba-heild.pdf570.85 kBOpinnheildarverkPDFSkoða/Opna