is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9262

Titill: 
  • Sjálfbærir almenningsgarðar: hugmyndafræði og aðferðir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmiðið með þessari ritgerð er að kynna og varpa ljósi á mikilvægi vel skipulagðra almenningsgarða í þéttbýli. Í borgarsamfélagi nútímans hefur maðurinn fjarlægst náttúruna og færri tækifæri bjóðast borgarbúanum til að kynnast náttúrulegu umhverfi. Skilningur er þó að aukast á mikilvægi þess að öllum íbúum sé hollt að upplifa og njóta náttúrunnar og fólk hafi aðgang að umhverfi þar sem náttúrulegir ferlar fá að þróast ótruflaðir. Fólk þarf að geta komist út úr hinu malbikaða og steypta umhverfi til að vera innan um fjölbreyttan gróður og dýralíf. Þess vegna er nauðsynlegt að þau svæði sem ætluð eru fyrir garða séu vel tengd íbúðar- og atvinnusvæðum og aðgengi að þeim sé auðvelt. Þau þurfa einnig að vera byggð upp þannig að þau laði til sín fólkið. Með því að greina þarfir íbúanna fyrir almenningsgarða og opin svæði fæst betri skilningur á því hvernig uppbyggingu skuli háttað og hönnunin verður markvissari. Þegar sjálfæbærni er þar að auki tekin sem eðlilegur hluti af hönnuninni og íbúar og aðrir hagsmunaaðilar eru hafðir með í ráðum skilar það sér bæði í fjárhagslega hagkvæmari garði og einnig í garði sem bætir samfélagið og styrkir lýðfræðilega þætti. En þar sem fjármagn til uppbyggingar og reksturs garða er takmarkað, er mikilvægt að virkja almenning og fyrirtæki til þátttöku og stuðla að aukinni þekking og áhuga þeirra á görðunum og þeirri aðstöðu sem þeir hafa upp á að bjóða til starfa, afþreyingar og fræðslu. Sjálfbærir garðar eiga jafnt við á Íslandi sem í öðrum löndum en uppbygging og rekstur þeirra tekur alltaf mið af aðstæðum á hverjum stað. Það er full ástæða til þess að hvetja til aukinnar sjálfbærni við uppbyggingu og reksturs garða hér á landi. Sveitarfélög þurfa að marka sér stefnu á þessu sviðið, átta sig á þörfum íbúanna og greina kosti þess að færa sig frá hinum hefðbundu görðum yfir í sjálfbæra garða. Að minnsta kosti til lengri tíma litið er af því fjárhagslegur ávinningur en með því að stíga skrefið og afla reynslu og þekkingar mun hagkvæmni aukast og samfélagslegur ávinningur eykst.

Samþykkt: 
  • 20.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9262


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS Ásgeir Rafn Birgisson.pdf1.48 MBOpinnPDFSkoða/Opna