is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9265

Titill: 
  • Umhverfi fimm framhaldsskóla í Reykjavík
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar ritgerðar var að kanna almenna hönnun og ástand á lóðum fimm framhaldskóla í Reykjavík. Skólarnir sem valdir voru eru: Borgarholtsskóli, Menntaskólinn við Ármúla, Menntaskólinn við Hamrahlíð, Menntaskólinn í Reykjavík og Menntaskólinn við Sund. Skólarnir voru að hluta til valdir af handahófi en MR vegna staðsetningar í miðbæ Reykjavíkur og BHS sem úthverfaskóli Uppbygging ritgerðarinnar er í megin dráttum þrískipt; fræðileg umfjöllun, greiningarvinna og hugmyndir að úrbótum. Töluverð vakning hefur verið undanfarið um vandaða lóðahönnun í leikskólum og grunnskólum en lítið virðist hafa verið gert til þess að huga að eldri börnum og unglingum. Markmiðið með ritgerðinni er að vekja fólk til umhugsunar um umhverfi nemenda í framhaldsskólum og um umhverfið í heild.
    Grunnniðurstaðan er að lítil áhersla er lögð á hlutverk skólalóðanna hvort sem litið er til Aðalnámsskrár framhaldsskólanna, laga eða reglugerða. Hönnun flestra þeirra skólalóða sem athugaðar voru eru að mörgu leiti í ósamræmi við stefnu Aðalskipulags Reykjavíkur sérstaklega þegar kemur að hlutverki bílsins innan lóðamarka.

Samþykkt: 
  • 20.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9265


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bs-ritgerð Berglind Ragnarsdóttir UMSK 2011.pdf22.01 MBOpinnPDFSkoða/Opna