Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/9270
Samþætting námsgreina er lokaverkefni til B.Ed. prófs við kennaradeild Háskóla Íslands. Hún skiptist í tvo hluta, greinargerð annars vegar og handbókina Að þjálfa saman huga og hönd hins vegar.
Í greinargerðinni er fjallað um mikilvægi þess að nota samþættingu í skólastarfi. Einnig eru ræddar hugmyndir um kennslu og verkefnum lýst sem fela í sér samþættingu tveggja námsgreina: samfélagsfræði og myndmenntar.
Handbókin er ætluð starfandi grunnskólakennurum, myndmenntakennurum sem og kennaranemum. Hún hentar vel til kennslu á yngsta stigi grunnskóla og var höfð hliðsjón af markmiðum aðalnámskrár grunnskóla við samningu hennar. Hún nýtist bæði kennurum og nemendum sem vilja samþætta samfélagsfræði og myndmennt.
Tilgangur þessa verkefnis er að sýna fram á, að hægt sé að kenna samfélagsfræði og myndmennt saman og nemendur geti þannig öðlast aukna þekkingu í báðum þessum námsgreinum. Ég ákvað að útbúa handbók sem samanstendur af hugmyndum að samþættum verkefnum þar sem undirstaðan er samfélagsfræði og myndmennt. Hugmyndirnar voru settar fram með það að markmiði að allir sem vilja geti notað þær. Hugmyndirnar henta vel fyrir umsjónarkennara sem eru ekki myndmenntakennarar en vilja finna leiðir til að hjálpa nemendum að dýpka skilning sinn á námsefninu og til að örva áhugahvötina svo þeir fái notið sín í þeim viðfangsefnum sem sett eru fram. Það auðveldar undirbúning kennslunnar þar sem kennararnir geta haft aðgang að tilbúnum samþættingarverkefnum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
GREINARGERÐ.pdf | 510.47 kB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna | |
AÐ ÞJÁLFA SAMAN HUGA OG HÖND.pdf | 1.5 MB | Lokaður | Handbók |