is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9276

Titill: 
  • Bakkarnir í Breiðholti: breytingartillögur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Bakkahverfið er hluti af Breiðholti sem er úthverfi Reykjavíkurborgar. Tilurð þessa lokaverkefnis má rekja til þess að höfundur er fæddur og uppalinn í Bakkahverfinu og hefur mikinn áhuga á því að sjá hverfið sitt bætt. Höfundur telur að með því að styrkja grænt svæði sem staðsett er í miðju hverfisins er aukið við þau gæði sem felast í Bökkunum. Spurningin sem ritgerðinni er ætlað að svara er því eftirfarandi: Hvaða þætti þarf að bæta og styrkja svo Bakkahverfið í Breiðholti verði aðlaðandi og eftirsóknarvert? Til að leita svara við spurningunni voru framkvæmdar greiningar á athugunarsvæðinu. Til þess að fá mynd af svæðinu hvernig það er uppbyggt og skipulagt er byggðarmynstur, umferðarmynstur og svæðisnotkun tilgreind með kortauppdráttum. Græna miðsvæðið er greint nokkuð nákvæmlega og eru þær greiningar sem unnar voru fyrir það ætlaðar sem grunnur að þeim breytingartillögum sem lagðar eru fram með uppdrætti í viðauka verkefnisins. Saga hverfisins, tilurð og erlendar fyrirmyndir eru skoðaðar ásamt því sem viðtal við Reyni
    Vilhjálmsson, höfund skipulags á græna svæðinu, er nýtt til þess að varpa ljósi á þær hugmyndir sem liggja að baki Bakkahverfinu. Gagnrýni á hverfið er skoðuð enda telur höfundur að með því að skoða þá gagnrýni sem hverfið hefur hlotið er hægt að draga fram þá galla sem felast í svæðinu og þarf að bæta svo gæði hverfisins aukist. Breytingartillögum að hverfinu er ætlað að vera svar við spurningunni sem lagt var af stað með. Umræðu og ályktunarkafli ritgerðarinnar er ætlað að varpa ljósi á hvað felst í svarinu en höfundur telur að græna svæðið sé lykillinn að því að bæta og styrkja hverfið svo það verði aðlaðandi og eftirsóknarvert.

Samþykkt: 
  • 20.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9276


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
bs uppsetning-magnús halldórsson.pdf40.41 MBOpinnPDFSkoða/Opna